Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Árni Jóhannsson skrifar 4. maí 2025 21:24 Diamond Battles var frábærum á báðum endum vallarins. Vísir / Hulda Margrét Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik. Diamond var spurð að því hvað það hafi verið sem skilaði sigrinum í kvöld þegar Andri Már Eggertsson ræddi við hana á Stöð 2 Sport eftirl leik. „Það var bara baráttuandinn í okkur. Við áttum erfiðan fyrri hálfleik þannig að við þurftum að fara í það að halda áfram vörninni okkar og ná í stopp allar 40 mínúturnar.“ Haukar voru þremur stigum undir í hálfleik, 41-38, og var Diamond spurð að því hvað hafi verið rætt í leikhléinu. „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við þurftum að ná upp orkustiginu okkar og ræddum að við þyrftum að fara að gera það sem við ætluðum okkur í leiknum. Það var að spila okkar leik og hafa mikið meiri orku og skapa sóknir okkar útfrá varnarleiknum.“ Þriðji leikhluti var ótrúlegur fyrir Hauka en þær héldu heimakonum í sjö stigum allan leikhlutann. Hvað var það sem skilaði því? „Bara vörnin. Við einbeittum okkur meira að því hvað við viljum gera og þriðji leikhlutinn var kennslubókardæmi um það hvað við getum gert þegar við náum að spila okkar leik og pressa þær mjög mikið og skapa okkur færi út frá því.“ Diamond og Brittany Dinkins hafa háð mikla baráttu í einvíginu og var sú fyrrnefnda spurð út í hana. Dinkins skoraði ekki nema 14 stig í leiknum og hefur oft átt betri leiki. „Ég var að grínast í henni fyrir leik að ég ætlaði að bögga hana í allt kvöld. Hún er frábær leikmaður þannig að hún getur tekið því.“ Haukar eru einu skrefi frá titlinum og eru á leið í Ólafssal þar sem allt kapp verður lagt á að taka það skref. Hvernig er sú tilfinning að mati Diamond? „Hún er frábær. Við verðum að halda áfram á sömu braut og megum ekki láta þetta trufla okkur. Njarðvík er gott lið en við ættum að ná í sigurinn á heimavelli. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Diamond var spurð að því hvað það hafi verið sem skilaði sigrinum í kvöld þegar Andri Már Eggertsson ræddi við hana á Stöð 2 Sport eftirl leik. „Það var bara baráttuandinn í okkur. Við áttum erfiðan fyrri hálfleik þannig að við þurftum að fara í það að halda áfram vörninni okkar og ná í stopp allar 40 mínúturnar.“ Haukar voru þremur stigum undir í hálfleik, 41-38, og var Diamond spurð að því hvað hafi verið rætt í leikhléinu. „Bara að halda áfram að spila okkar leik. Við þurftum að ná upp orkustiginu okkar og ræddum að við þyrftum að fara að gera það sem við ætluðum okkur í leiknum. Það var að spila okkar leik og hafa mikið meiri orku og skapa sóknir okkar útfrá varnarleiknum.“ Þriðji leikhluti var ótrúlegur fyrir Hauka en þær héldu heimakonum í sjö stigum allan leikhlutann. Hvað var það sem skilaði því? „Bara vörnin. Við einbeittum okkur meira að því hvað við viljum gera og þriðji leikhlutinn var kennslubókardæmi um það hvað við getum gert þegar við náum að spila okkar leik og pressa þær mjög mikið og skapa okkur færi út frá því.“ Diamond og Brittany Dinkins hafa háð mikla baráttu í einvíginu og var sú fyrrnefnda spurð út í hana. Dinkins skoraði ekki nema 14 stig í leiknum og hefur oft átt betri leiki. „Ég var að grínast í henni fyrir leik að ég ætlaði að bögga hana í allt kvöld. Hún er frábær leikmaður þannig að hún getur tekið því.“ Haukar eru einu skrefi frá titlinum og eru á leið í Ólafssal þar sem allt kapp verður lagt á að taka það skref. Hvernig er sú tilfinning að mati Diamond? „Hún er frábær. Við verðum að halda áfram á sömu braut og megum ekki láta þetta trufla okkur. Njarðvík er gott lið en við ættum að ná í sigurinn á heimavelli.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira