Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 16:45 Hátt í tvær milljónir sóttu tónleika Lady Gaga á hinni heimsfrægu Copacabana-strönd í gær. AP/Bruna Prado Lögreglan í Ríó de Janeiró segist hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði á stórtónleikum Lady Gaga á Copacabana-strönd í gær. Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis og sóttu þá rúmlega tvær milljónir manna. Lögreglan í Ríó de Janeiró segir að þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að tilræðinu hefðu fengið fólk yfir netið til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. 🚨OPERAÇÃO FAKE MONSTER‼️ | A Polícia Civil RJ, em conjunto com o Ministério da Justiça, impediu um ataque a bomba que ocorreria no show da Lady Gaga, em Copacabana, Zona Sul RJ. O responsável pelo plano foi preso e um adolescente apreendido. pic.twitter.com/oa39v5YWEd— Polícia Civil RJ (@PCERJ) May 4, 2025 Tveir voru handteknir, einn fullorðinn maður og einn unglingur að sögn lögreglunnar sem birti færslu um málið á samfélagsmiðlum. Aðgerðin var unnin í samstarfi við dómsmálaráðuneyti Brasilíu. Sá sem sagður er hafa skipulagt tilræðið var handtekinn fyrir ólöglega vörslu skotvopns í Rio Grande do Sul-ríki og unglingurinn var handtekinn í Ríó de Janeiró fyrir vörslu barnakláms. Þeir höfðu einnig staðið að „öfgavæðingu“ ungmenna að sögn lögreglunnar og höfðu hvatt unglinga til að skaða sig og aðra á samfélagsmiðlum. Tónleikarnir voru haldnir með milligöngu borgaryfirvalda í Ríó de Janeiró. Umtalsverð öryggisgæsla var á staðnum og hátt í fimm þúsund öryggisverðir. Þar að auki þurftu gestir að ganga í gegnum málmleitarhlið til að komast inn og flygildum og myndavélum með andlitsgreiningartækni var beitt. Brasilía Tengdar fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis og sóttu þá rúmlega tvær milljónir manna. Lögreglan í Ríó de Janeiró segir að þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að tilræðinu hefðu fengið fólk yfir netið til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. 🚨OPERAÇÃO FAKE MONSTER‼️ | A Polícia Civil RJ, em conjunto com o Ministério da Justiça, impediu um ataque a bomba que ocorreria no show da Lady Gaga, em Copacabana, Zona Sul RJ. O responsável pelo plano foi preso e um adolescente apreendido. pic.twitter.com/oa39v5YWEd— Polícia Civil RJ (@PCERJ) May 4, 2025 Tveir voru handteknir, einn fullorðinn maður og einn unglingur að sögn lögreglunnar sem birti færslu um málið á samfélagsmiðlum. Aðgerðin var unnin í samstarfi við dómsmálaráðuneyti Brasilíu. Sá sem sagður er hafa skipulagt tilræðið var handtekinn fyrir ólöglega vörslu skotvopns í Rio Grande do Sul-ríki og unglingurinn var handtekinn í Ríó de Janeiró fyrir vörslu barnakláms. Þeir höfðu einnig staðið að „öfgavæðingu“ ungmenna að sögn lögreglunnar og höfðu hvatt unglinga til að skaða sig og aðra á samfélagsmiðlum. Tónleikarnir voru haldnir með milligöngu borgaryfirvalda í Ríó de Janeiró. Umtalsverð öryggisgæsla var á staðnum og hátt í fimm þúsund öryggisverðir. Þar að auki þurftu gestir að ganga í gegnum málmleitarhlið til að komast inn og flygildum og myndavélum með andlitsgreiningartækni var beitt.
Brasilía Tengdar fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. 3. maí 2025 23:03