Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 11:02 Sonur fórnarlambsins hefur auðgast á rafmyntum. EPA/Patrick Seeger Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar. Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar.
Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira