Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 14:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, sem hefur miklar áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum þegar viðhald bygginga er annars vegar. Skóinn er eina ríkisstofnunin í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Ölfus leggur mikla áherslu á að ríkisvaldið tryggi Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjármagn til viðhalds en mannvirki skólans eru meira og minna að hruni komin. Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Garðyrkjuskólinn var stofnaður 1939 og rekin fyrstu 66 árin, sem sjálfstæð stofnun og var vagga garðyrkjunnar í landinu og hefur alltaf verið. Árið 2005 var skólinn sameinaður Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og nú síðustu ár hefur skólinn verið rekið undir hatti Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Alltaf hefur verið góð aðsókn að starfsmenntanámi skólans en það sem háir honum hvað mest eru byggingarnar, gróðurhús og annað, sem er að hruni komið enda litlir, sem engir peningar settir í viðhald frá ríkinu til skólans. Skólinn er staðsettur í Ölfusi, ekki í Hveragerði eins og margir halda. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu Garðyrkjuskólans. „Við höfum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af þessu. Þetta er eina ríkisstofnunin í Ölfusinu öllu. Þannig að manni fyndist í lófa lagi hjá ríkinu að standa betur að þessum málum. Þetta er ákveðin hornsteinn af allri garðyrkju á Íslandi og þarna hefur verið búið til alveg ótrúleg verðmæti í formi mannauðs þannig að það þarf að standa betur að verki þar“, segir Elliði. Boðið er upp á starfsmenntanám í Garðyrkjuskólanum, sem tengist atvinnugreinum, sem unnið er við. Það er til dæmis ylræktarbraut í skólanum og skrúðgarðyrkjubraut, auk garðplöntubrautar svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er þetta skandall hvernig staðið er að þessum málum eða hvað? „Það er allavega öllum ljóst að þarna þarf að gera betur. Við getum ekki rekið skólahúsnæði eða rekið fræðslustarf í skólahúsnæði eins og það er þarna. Það er hreinlega að hruni komið og sums staðar hrun“, segir bæjarstjórinn. En hvað með ábyrgð Sveitarfélagsins Ölfuss, getur það ekkert gert til að hjálpa skólanum með viðhald og annað slíkt til að halda honum áfram í sveitarfélaginu eða hvað ? „Já að sjálfsögðu getum við gert það og höfum mikinn og ríkan vilja en þetta er hins vegar verkefni ríkisins og við getum hvorki farið að reka hér löggæslu, tollinnheimtu eða nokkuð annað, sem ríkið er að gera en við þurfum hins vegar að biðla til þeirra að standa betur að hvað þetta varðar og ég er bjartsýnn á það,“ segir Elliði. Opið hús var í Garðyrkjuskólanum á Sumardaginn fyrsta eins og alltaf. Hér fremst á myndinni er Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fjölbrautaskóla Suðurlands er garðyrkjunámið er í þeim skóla
Ölfus Garðyrkja Skóla- og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira