Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 12:29 Anthony Albanese forsætisráðherra ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins þegar ljóst var að flokkurinn hlyti fleiri þingsæti en íhaldsmenn. AP/Rick Rycroft Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi. Ástralía Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi.
Ástralía Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira