Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 21:13 Harry segir hugsanlegar sættir við fjölskylduna helst hafa strandað á málaferlunum. Nú þegar þeim er lokið þætti honum vænt um að ná sáttum. EPA Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“ Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira