Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 18:51 Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur kom saman á Bessastöðum þar sem forseti Íslands fékk afhent kerti til styrktar sjóðnum. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Marly Gomes styrkþegi og Guðríður Sigurðardóttir formaður menntunarsjóðsins. Vísir/Anton Brink Einstæð móðir í fasteignasölunámi sér fram á fjárhagslegt öryggi í framtíðinni þökk sé styrks úr menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sjóðurinn styrkir tekjulágar konur, oft einstæðar mæður mæður, til menntunar, svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur leitar fjöldi hæfileikaríkra kvenna vegna bágs efnahags, en gætu átt kost á betri lífskjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér menntunar. Undanfarin ár hefur sjóðurinn veitt 465 styrki. Nám alls ekki ókeypis Styrkþegum er veittur styrkur út námsferilinn svo lengi sem þær sýna fram á námsárangur að skólaári loknu. Einn styrkþeganna er Marly Gomes, einstæð móðir sem stundar nám til löggildingar fasteignasala. Slíkt nám er kostnaðarsamt, en á vef Endurmenntunar HÍ stendur til að mynda að námið kosti tæplega 1,9 milljón króna. „Þær styrkja okkur um skólagjöldin og kaupa bækur og allt sem þarf. Svo lengi sem þú ert að sýna fram á námsárangur þá halda þær áfram að styrkja þig.“ útskýrir Marly í samtali við fréttastofu. Frá athöfninni í dag. Vísir/Anton Brink „Ég hef líka fengið aukahjálp, matarúthlutun og ef það er eitthvað sem krakkarnir þurfa þá hef ég fengið aðstoð með það frá Mæðrastyrksnefnd. Þær halda mjög vel utan um einstæðar mæður.“ Breytir lífum margra Marly er hálfnuð með námið, sem telur tvö ár, og segir að án styrksins hefði hún ekki efni á því. „Það væri að sjálfsögðu annars miklu erfiðara að fara í þetta nám. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að fólk styrki okkur til þess að við einstæðir foreldrar fáum tækifæri til að fara í nám sem okkur langar í en höfum ekki beinlínis efni á að borga sjálf. Þannig að mér finnst þetta skipta sköpum.“ Fulltrúar Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands kerti til styrktar málefninu þegar fjáröflun ársins var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Marly var meðal viðstaddra. Gestalistinn bauð upp á sannkallaða kvennaveislu. Vísir/Anton Brink „Þetta var æðislega gaman að hitta Höllu, hún er svo jarðbundin og góð manneskja. Hún var ekkert að setja sig á háan stall heldur er kona fólksins.“ Hún þakkar þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. „Þetta breytir lífi svo margra kvenna sem vilja fara í skóla en sjá ekki fram á það, en með hjálp Mæðrastyrksnefndar hafa þær látið drauma sína rætast. Og aukið lífsgæði sín og barnanna sinna, sem er svo mikilvægur hluti af lífinu.“ Hún sér fyrir sér að geta staðið á eigin fótum og verið fjárhagslega örugg að námi loknu. „Að ég verð ekki lengur bara, hvernig get ég reddað mér? Heldur fjárhagslega örugg. Það skiptir miklum sköpum.“ Söfnun Mæðrastyrksnefndar fer fram ár hvert. Vísir/Anton Brink
Forseti Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Góðverk Halla Tómasdóttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira