„Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 12:21 Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir eðlilegt að stofnandi kvikmyndaskólans sé ósáttur. Nafnið og námskráin verði engu að síður áfram í gagninu. Samsett Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin. Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Í gær sagði Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, að hann hikaði ekki við að lögsækja Rafmennt, sem nú hefur tekið við rekstri skólans, ef félagið myndi nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námsskrána sem notuð hefur verið í kennslu. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar segir samning hafa verið gerðan við skiptastjóra um kaupa á þrotabúi skólans. „Því átti að fylgja nafn, lén og annað sem varðaði rekstur skólans,“ segir Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Nemendur fái það sem þeir skráðu sig í Námskráin sé birt opinberlega, rétt eins og aðrar viðurkenndar námskrár á framhaldsskólastigi. „Og þær eru ekkert eyrnamerktar neinni stofnun frekar en annarri.“ Þannig að þið ætlið að styðjast við þessa námskrá? „Að sjálfsögðu. Nemendur hófu nám í kvikmyndaskóla Íslands miðað við þær forsendur.“ Þór Pálsson er framkvæmdastjóri og skólameistari hjá Rafmennt.Rafmennt Það sama gildi um kennara sem starfi við skólann. „Þannig að ég skil ekki alveg hvað átt er við með því að segja að við séum eitthvað að draga saman eða setja námið niður.“ Skilur stöðuna en vísar á skiptastjóra Þór segir sjónarmið Böðvars engu að síður skiljanlegt. „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt. Menn sem lenda í þeirri stöðu verða beiskir, að sjálfsögðu. Þannig að ég skil hans afstöðu, en ég hef svo sem ekki haft samband við lögfræðing eða neinn til þess að gefa meiri svör við þessu. Í sjálfu sér vísa ég bara áfram á skiptastjóra varðandi það mál,“ sagði Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar. Aðstaðan á nýjum stað sögð fyrsta flokks Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að í síðustu viku hafi skólinn flutt úr fyrra húsnæði á Suðurlandsbraut 18, og í Vatnagarða 4. Flutningum hafi lokið fyrir viku síðan. Kvikmyndaskóli Íslands bauð fyrst upp á nám árið 1992.Vísir/Vilhelm „Aðstaðan í Vatnagörðum er fyrsta flokks. Nemendur hafa aðgang að fjórum minni myndverum, einu stóru myndveri, sex hljóðverum auk alls þess nýjasta í tæknibúnaði fyrir kvikmyndagerð. Í Kvikmyndaskólanum eru nú sextíu nemendur. Tuttugu og sjö þeirra munu útskrifast frá skólanum í vor. Stefnt er að því að ný heimasíða skólans verði opnuð um miðjan maí og í framhaldinu opnað fyrir umsóknir um nám á skóaárinu 2025-2026. Áfram verður kennt eftir viðurkenndum námsbrautum Kvikmyndaskólans,“ segir í tilkynningunni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira