Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 18:31 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“ Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“
Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira