Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:33 Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun