Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2025 21:41 Vilhjálmur Bjarnason ræddi njósnamálið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd. „Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“ Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Ríkissaksóknari byrjar á því að gefa yfirlýsingu um það að málið sé hugsanlega fyrnt. Það er nú kannski skárra að ríkissaksóknari finni áður út hvort þetta hafi verið brot, og taki síðan afstöðu til fyrningar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að í sínum huga hafi málið byrjað að fyrnast 8. apríl síðastliðinn, þegar honum var fyrst greint frá því. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svarið við Rúv að líklega væru þessi meintu brot, sem varða njósnir sem voru framkvæmdar haustið 2012, fyrnd. Saksóknaraembættinu hafi borist tilkynningar frá héraðssaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um möguleg brot í opinberu starfi, brot á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Slík brot fyrnist þó að fimm árum liðnum og þar af leiðandi geti embættið ekki gripið til rannsóknaraðgerða. Ljóst að málinu sé ekki lokið Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Vilhjálmur að í sínum huga væri ljóst að brotið hefði verið á honum. „Eins og málið horfir við mér er verið að fremja glæp. Það er verið að safna skipulega upplýsingum um mig frá klukkan sex þrjátíu til fjörtíu á morgnanna þangað til fram eftir degi. Þetta er allt skipulega skráð. Og líkur benda til þess að mér sé flétt upp í miðlægu kerfi lögreglunnar.“ Ertu eitthvað búinn að melta þetta? „Það er lítið hægt að melta þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt og mikið brot gagnvart mér og minni persónu og gagnvart þeim sem urðu fyrir þessu,“ sagði Vilhjálmur. „Á ég að þurfa að þola það að menn séu að sniglast í kringum mig, elta mig, veita mér eftirför og svo framvegis. Ég á aldrei að þurfa að þola þetta. Og Landsamband lögreglumanna getur aldrei talað um þetta sem mistök.“ Sérðu fyrir þér að leita réttar þíns? „Ég ætla ekki að segja neitt um það. En það getur hver sem er hugsar með sér hvað viðkomandi muni gera. Það er greinilegt að þessu máli er ekki lokið ef fólk lítur þetta svona alvarlegum augum.“
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira