50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. maí 2025 08:02 Foreldrar eiga mis auðvelt/erfitt með það þegar börnin flytja að heiman. Rannsóknir sýna að sumir foreldrar eru líklegri en aðrir til að upplifa það sem á ensku kallast Empty nest syndrome. Vísir/Getty Það er mun auðveldara fyrir okkur að takast á við vanlíðan ef við gerum okkur grein fyrir því hvað veldur henni, viðurkennum hana eða eigum yfir hana orð eða skýringu. Sumum foreldrum finnst til dæmis mjög erfitt þegar börnin flytja að heiman. Á ensku er talað um þetta fyrirbæri sem Empty nest syndrome. Eða einkenni tóma hreiðursins. Sumir lýsa þessari tilfinningu sem hálfgerðri tómleikatilfinningu. Á meðan aðrir upplifa þessa líðan sem ákveðna tegund af sorg. Ekki beint sams konar sorg og þegar við missum ástvin, en sorg samt. Aðalmálið er að ef okkur er að líða á þennan háttinn, er gott að átta sig á því að það getur verið alveg eðlilegt að fara í gegnum svona tilfinningar eða skeið og í raun er þetta tímabil sem mörgum kvíður fyrir eða upplifa sjálf. Það á við bæði um konur og karla, þó eru konur sagðar líklegri enda oftar í aðalumönnunarhlutverkinu sem foreldri. Þriðja vaktin og allt það. Rannsóknir sýna samt að það eru nokkur atriði sem einkenna foreldra sem eru líklegri til að upplifa þetta tímabil en aðrir. Þessi einkenni eru þá helst: Foreldrið er einstaklingur sem á almennt erfitt með breytingar Foreldrið hefur áhyggjur af þessum flutningum barnsins að heiman Hjónabandið stendur ekki á föstum grunni eða veitir foreldrinu ekki lífsfullnægju Aðskilnaðarkvíði hefur verið í sambandi foreldri og barns áður, til dæmis þegar skólagangan hófst Foreldrið hefur skilgreint sjálfsímynd sína að miklu leyti út frá foreldrahlutverkinu Foreldrið var heima vinnandi og missir vissan tilgang/hlutverk við flutning barns að heiman Ýmsar nýjar áskoranir fylgja þessu tímabili. Til að mynda þurfa foreldrar að mynda nýtt samband við barnið sitt og nú sem fullorðinn einstakling sem er fluttur að heiman. En fyrir mörg hjón er það líka stór áskorun að takast á við að verða aftur par. Þá raskast líka ákveðin rútína á heimilinu, sem áður tengdist því að fleiri í fjölskyldunni bjuggu þar. Stundum gerast líka margir hlutir á sama tíma. Börnin gætu til dæmis verið að flytja að heiman hjá sumum á svipuðum tíma og fólk er að hætta að vinna. Sem er áskorun út af fyrir sig. Eða fólk, þá sérstaklega konur, eru að ganga í gegnum erfitt breytingaskeið. Aðalmálið er að átta okkur á því að alls konar tilfinningar geta komið upp þegar börnin fljúga úr hreiðrinu. Og fyrir suma er það einfaldlega erfiðari tímabil en fyrir aðra. Flestir jafna sig á nokkrum vikum eða mánuðum, en miklu skiptir að geta rætt hlutina við einhvern; Makann, góðan vin eða fagaðila. Fjölskyldubingó Tengdar fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01 50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
Á ensku er talað um þetta fyrirbæri sem Empty nest syndrome. Eða einkenni tóma hreiðursins. Sumir lýsa þessari tilfinningu sem hálfgerðri tómleikatilfinningu. Á meðan aðrir upplifa þessa líðan sem ákveðna tegund af sorg. Ekki beint sams konar sorg og þegar við missum ástvin, en sorg samt. Aðalmálið er að ef okkur er að líða á þennan háttinn, er gott að átta sig á því að það getur verið alveg eðlilegt að fara í gegnum svona tilfinningar eða skeið og í raun er þetta tímabil sem mörgum kvíður fyrir eða upplifa sjálf. Það á við bæði um konur og karla, þó eru konur sagðar líklegri enda oftar í aðalumönnunarhlutverkinu sem foreldri. Þriðja vaktin og allt það. Rannsóknir sýna samt að það eru nokkur atriði sem einkenna foreldra sem eru líklegri til að upplifa þetta tímabil en aðrir. Þessi einkenni eru þá helst: Foreldrið er einstaklingur sem á almennt erfitt með breytingar Foreldrið hefur áhyggjur af þessum flutningum barnsins að heiman Hjónabandið stendur ekki á föstum grunni eða veitir foreldrinu ekki lífsfullnægju Aðskilnaðarkvíði hefur verið í sambandi foreldri og barns áður, til dæmis þegar skólagangan hófst Foreldrið hefur skilgreint sjálfsímynd sína að miklu leyti út frá foreldrahlutverkinu Foreldrið var heima vinnandi og missir vissan tilgang/hlutverk við flutning barns að heiman Ýmsar nýjar áskoranir fylgja þessu tímabili. Til að mynda þurfa foreldrar að mynda nýtt samband við barnið sitt og nú sem fullorðinn einstakling sem er fluttur að heiman. En fyrir mörg hjón er það líka stór áskorun að takast á við að verða aftur par. Þá raskast líka ákveðin rútína á heimilinu, sem áður tengdist því að fleiri í fjölskyldunni bjuggu þar. Stundum gerast líka margir hlutir á sama tíma. Börnin gætu til dæmis verið að flytja að heiman hjá sumum á svipuðum tíma og fólk er að hætta að vinna. Sem er áskorun út af fyrir sig. Eða fólk, þá sérstaklega konur, eru að ganga í gegnum erfitt breytingaskeið. Aðalmálið er að átta okkur á því að alls konar tilfinningar geta komið upp þegar börnin fljúga úr hreiðrinu. Og fyrir suma er það einfaldlega erfiðari tímabil en fyrir aðra. Flestir jafna sig á nokkrum vikum eða mánuðum, en miklu skiptir að geta rætt hlutina við einhvern; Makann, góðan vin eða fagaðila.
Fjölskyldubingó Tengdar fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01 50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01
Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ „Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 27. október 2024 08:02
50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01
50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00
50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01