Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2025 11:59 Lögregluþjónar að störfum í Uppsölum. EPA/FREDRIK SANDBERG Drengurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hann hafi myrt þrjá í Uppsölum í Svíþjóð í gær er sextán ára gamall. Allir þrír eru taldir hafa verið skotmörk drengsins en lögreglan skoðar nú hvort fleiri komi að málinu. Hann er grunaður um að hafa skotið þrjá aðra unga menn til bana á rakarastofu og flúið af vettvangi á rafhlaupahjóli. Samkvæmt því sem SVT hefur eftir lögreglunni í Svíþjóð er talið að allir þrír sem voru myrtir hafi verið skotmörk drengsins en fórnarlömbin voru fimmtán til tuttugu ára gömul. Einn hinna látnu hefur áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Drengurinn hafði fyrir tæpum tveimur vikum flúið frá svokölluðu HVB-heimili en það er úrræði félagsmálayfirvalda sem er meðal annars fyrir ungmenni í fíknivanda. SVT segir einnig að drengurinn hafi verið færður á áðurnefnt heimili fyrir um þremur vikum síðan. Þar hafi hann þó einungis haldið til í nokkra daga áður en hann flúði og hafði hann verið týndur þar til hann var handtekinn á heimili fjölskyldu hans í gærkvöldi. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann var handtekinn hafi drengurinn verið að reyna að þrífa fötin sín með klór. Búið var að taka ákvörðun um að finna drenginn og koma honum aftur í vörslu félagsmálayfirvalda en ekki var nægur tími til þess áður en hann var handtekinn. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ef heimildir SVT séu réttar, sé þetta kunnuglegt mynstur. Glæpasamtök leiti reglulega til barna á heimilum sem þessum eða sambærilegum stofnunum og ráði þau til glæpaverka. Lögreglan í Svíþjóð varaði í fyrra við því að nokkur HVB heimili voru í raun rekin af mönnum með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Hann er grunaður um að hafa skotið þrjá aðra unga menn til bana á rakarastofu og flúið af vettvangi á rafhlaupahjóli. Samkvæmt því sem SVT hefur eftir lögreglunni í Svíþjóð er talið að allir þrír sem voru myrtir hafi verið skotmörk drengsins en fórnarlömbin voru fimmtán til tuttugu ára gömul. Einn hinna látnu hefur áður komið við sögu lögreglunnar í tengslum við rannsókn á árás sem beindist gegn fjölskyldumeðlim glæpaforingjans Ismail Abdo. Drengurinn hafði fyrir tæpum tveimur vikum flúið frá svokölluðu HVB-heimili en það er úrræði félagsmálayfirvalda sem er meðal annars fyrir ungmenni í fíknivanda. SVT segir einnig að drengurinn hafi verið færður á áðurnefnt heimili fyrir um þremur vikum síðan. Þar hafi hann þó einungis haldið til í nokkra daga áður en hann flúði og hafði hann verið týndur þar til hann var handtekinn á heimili fjölskyldu hans í gærkvöldi. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann var handtekinn hafi drengurinn verið að reyna að þrífa fötin sín með klór. Búið var að taka ákvörðun um að finna drenginn og koma honum aftur í vörslu félagsmálayfirvalda en ekki var nægur tími til þess áður en hann var handtekinn. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að ef heimildir SVT séu réttar, sé þetta kunnuglegt mynstur. Glæpasamtök leiti reglulega til barna á heimilum sem þessum eða sambærilegum stofnunum og ráði þau til glæpaverka. Lögreglan í Svíþjóð varaði í fyrra við því að nokkur HVB heimili voru í raun rekin af mönnum með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira