Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. apríl 2025 22:57 Mac McAllister Vísir/Stefán Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni. Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni.
Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira