Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. apríl 2025 22:57 Mac McAllister Vísir/Stefán Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni. Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni.
Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira