Innherji

Stærsti hlut­hafinn segir að leigufélagið Alma verði ekki selt inn í Eik

Hörður Ægisson skrifar
Gunnar Þór Gíslason fer fyrir fjárfestingafélaginu Langisjór og er jafnframt stjórnarmaður í Eik. Félagið ásamt tengdum aðilum fer núna með nálægt 34 prósenta hlut í Eik eftir að hafa stækkað nýlega stöðu sína. 
Gunnar Þór Gíslason fer fyrir fjárfestingafélaginu Langisjór og er jafnframt stjórnarmaður í Eik. Félagið ásamt tengdum aðilum fer núna með nálægt 34 prósenta hlut í Eik eftir að hafa stækkað nýlega stöðu sína.  Samsett

Langsamlega stærsti fjárfestirinn í Eik, sem er jafnframt eigandi að leigufélaginu Ölmu, segir að engin áform séu uppi um að Alma verði selt inn í hið skráða fasteignafélag. Þá hefur stjórnin ekki tekið neina ákvörðun um hvort Eik muni ráðast í útleigu á íbúðum en á nýlegum aðalfundi var samþykkt að tilgangur félagsins sé meðal annars að standa sjálft að uppbyggingu á slíku húsnæði.


Tengdar fréttir

Tveir líf­eyris­sjóðir selja stóran hluta af stöðu sinni í Eik

Einn stærsti fjárfestirinn í Eik hefur á síðustu vikum selt verulegan hluta af stöðu sinni en hlutabréfaverð fasteignafélagsins er niður um meira en tíu prósent frá því um miðja febrúarmánuð. Á sama tíma og tveir lífeyrissjóðir hafa verið minnka talsvert við sig í Eik hefur meðal annars umsvifamikill verktaki verið að kaupa í félaginu og er nú meðal stærstu hluthafa.

Stefnir að sölu eigna og aukinni skuld­setningu til að bæta arð­semi Eikar

Fjárfestingafélagið Langisjór, sem fer með yfir 30 prósenta hlut í Eik og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, telur að arðsemi þess fjármagns sem hluthafar hafa bundið í rekstri fasteignafélagsins sé of lágt og vilja „straumlínulaga“ eignasafnið með sölu eigna og nýta þá fjármuni til arðgreiðslna. Þá boða forsvarsmenn Langasjávar, sem eru meðal annars eigendur að Ölmu leigufélagi, að kannaðir verði kostir þess að Eik útvíkki starfsemi sína með því að sinna uppbyggingu og útleigu íbúðarhúsnæðis til almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×