Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 09:32 Derrick Harmon fékk frábærar fréttir og skeliflegar fréttir með nokkurra klukkutíma millibili. Getty/Brooke Sutton Derrick Harmon upplifði drauminn sinn á fimmtudagskvöldið en aðeins nokkrum klukkutímum síðar varð fjölskyldan hans fyrir miklu áfalli. Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 NFL Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025
NFL Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira