Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2025 23:31 Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var. Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira