Sport

Sprengdu upp hús for­eldra rúss­neskrar íþróttastjörnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aleksandr Bolshunov hefur unnið til níu verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum.
Aleksandr Bolshunov hefur unnið til níu verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum. Getty/Maddie Meyer

Hús foreldra rússneska skíðagöngukappans Aleksandr Bolshunov gereyðilagðist í árás Úkraínumanna í nótt.

Æskuheimili Bolshunov var í þorpinu Podyvotye sem er nokkrum kílómetrum frá landamærum Úkraínu og Rússlands.

Rússneskir miðlar segja frá örlögum hússins en taka það fram að enginn hafi meiðst í árásinni. TV2 í Noregi segir frá.

„Húsið okkar var sprengt upp. Ég get hvorki skilið né sætt við mig þetta. Ég helgaði öllu lífi mínu þessu húsi. Þar var öll saga fjölskyldunnar,“ sagði faðir Bolshunov við rússneska miðilinn Championat.

Yuri Borodavko, þjálfari Bolshunov, greindi frá því að foreldrar skíðamannsins höfðu samt ekki búið í húsinu í langan tíma.

Bolshunov er einn af þeim rússnesku íþróttamönnum sem hafa ekki fengið taka þátt í alþjóðlegum mótum síðan að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Bolshunov sneri þó til baka í febrúar og vann þá æfingamót á Norður-Ítalíu.

Bolshunov er 28 ára gamall og hefur unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum á ferlinum þar af þrenn gullverðlaun. Hann vann öll gullverðlaun sín á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×