Valdimar verður með í forsetaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. apríl 2025 10:25 Valdimar Leó Friðriksson er sá fjórði sem býður sig fram til forseta. vísir/aðsend Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni. ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sjá meira
Valdimar er sá fjórði sem býður sig fram til forseta en fresturinn til að tilkynna framboð rennur út í dag. Valdimar hefur mikla reynslu af hinum ýmsu störfum innan íþróttahreyfingarinnar og sömuleiðis stjórnmálastörfum. Í framboðstilkynningunni segir Valdimar að hann leggi „áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land.“ Framboðstilkynningu Valdimars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Olympíusambands Íslands, býður sig fram til Forseta ÍSÍ. Valdimar leggur áherslu á aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, aukið upplýsingastreymi þvert á félög og landssvæði og meira samtal og betri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum við íþróttafélög um allt land. UM VALDIMAR LEÓ Valdimar hefur starfað innan Íþróttahreyfingarinnar í áratugi og verið virkur þátttakandi á öllum stjórnsýslustigum hennar, setið í foreldraráði, verið knattspyrnudómari, vallarstjóri og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ. Auk þess hefur hann verið formaður handknattleiksfélags ÍA, framkvæmdastjóri aðalstjórnar Aftureldingar í 11 ár, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) og formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í 20 ár. Valdimar hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri Skautasambandsins, Borðtennissambandsins og Taekwondosambandsins. Valdimar hefur setið í mörgum nefndum fyrir ÍSÍ og UMFÍ, þar á meðal í Ferðasjóði íþróttahreyfingarinnar, sem hann átti stóran þátt í að koma á laggirnar ásamt Jóhanni Torfasyni. Valdimar kom jafnframt sem formaður UMSK að stofnun Skólahreystis fyrir 20 árum ásamt Andrési Guðmundssyni. Valdimar hefur skapað sér víðtæka þekkingu innan hreyfingarinnar bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Þá þykir hann liðtækur fundarstjóri og hefur verið leitað til hans til að stýra yfir 80 aðalfundum og ársþingum félaga í íþróttahreyfingunni.
ÍSÍ Tengdar fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sjá meira
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí. 19. mars 2025 13:39