Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 12:03 Diego Maradona á HM 1986 þegar stjarna hans skein skærast. Getty/David Cannon Argentínskur skurðlæknir segir að hann þurfti að hafa mikið fyrir því að sannfæra Diego Maradona um að fá nauðsynlega læknishjálp. Þetta kom fram í réttarhöldunum vegna dauða argentínsku goðsagnarinnar. Sjö læknar eru ákærðir fyrir að hafa sýnt alvarlegt gáleysi og að þeir hafi ekki boðið Maradona upp á boðlega heimahjúkrun þegar hann var að jafna sig eftir skurðaðgerð vegna blóðtappa í heila. Skurðlæknirinn Rodolfo Benvenuti segir að honum hafi gengið illa að sannfæra Maradona um að fara í myndatöku þar sem blóðtappinn uppgötvaðist. „Hann var mjög erfiður sjúklingur,“ sagði Rodolfo Benvenuti og lýsti Maradona sem mjög þrjóskum manni. Maradona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall í svefni. Fjölskylda hans og saksóknari eru á því að það hefði verið hægt að bjarga lífi hans með betri ummönnun. Ein af stóru ákvörðunum sem fjölskyldan gagnrýnir var að leyfa Maradona að fara fara heim til að jafna sig eftir þessa stóru og erfiðu aðgerð frekar en að hann myndi jafna sig á henni á sjúkrahúsi. Þeir sjö sem eru ákærðir fyrir að eiga þátt í dauða Maradona eru heilaskurðlæknir, geðlæknir, sálfræðingur, umsjónarmaður, hjúkrunarfræðingur, læknir og næturhjúkrunarkona. Diego Armando Maradona var sextugur þegar hann lést. Hann er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar og fáir hafa komist hærra en sumarið 1986 þegar hann nánast upp á eigin spýtur leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils. Hann er líka elskaður og dáður í Napoli á Ítalíu þar sem hann fór fyrir margföldu meistaraliði borgarinnar á níunda áratugnum. Maradona er í guðatölu á báðum stöðum. Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Sjö læknar eru ákærðir fyrir að hafa sýnt alvarlegt gáleysi og að þeir hafi ekki boðið Maradona upp á boðlega heimahjúkrun þegar hann var að jafna sig eftir skurðaðgerð vegna blóðtappa í heila. Skurðlæknirinn Rodolfo Benvenuti segir að honum hafi gengið illa að sannfæra Maradona um að fara í myndatöku þar sem blóðtappinn uppgötvaðist. „Hann var mjög erfiður sjúklingur,“ sagði Rodolfo Benvenuti og lýsti Maradona sem mjög þrjóskum manni. Maradona lést 25. nóvember 2020 eftir að hafa fengið hjartaáfall í svefni. Fjölskylda hans og saksóknari eru á því að það hefði verið hægt að bjarga lífi hans með betri ummönnun. Ein af stóru ákvörðunum sem fjölskyldan gagnrýnir var að leyfa Maradona að fara fara heim til að jafna sig eftir þessa stóru og erfiðu aðgerð frekar en að hann myndi jafna sig á henni á sjúkrahúsi. Þeir sjö sem eru ákærðir fyrir að eiga þátt í dauða Maradona eru heilaskurðlæknir, geðlæknir, sálfræðingur, umsjónarmaður, hjúkrunarfræðingur, læknir og næturhjúkrunarkona. Diego Armando Maradona var sextugur þegar hann lést. Hann er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar og fáir hafa komist hærra en sumarið 1986 þegar hann nánast upp á eigin spýtur leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils. Hann er líka elskaður og dáður í Napoli á Ítalíu þar sem hann fór fyrir margföldu meistaraliði borgarinnar á níunda áratugnum. Maradona er í guðatölu á báðum stöðum.
Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira