Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 06:54 Þúsundir hafa þegar lagt leið sína í kirkjuna til að kveðja páfann. Hægt verður að gera það til klukkan 20 í kvöld. Vísir/EPA Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina. Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar. Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Alls verða viðstaddir um 50 þjóðarleiðtogar og tíu konungar eða drottningar útförina. Þar á meðal er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Volodomír Selensjíj, forseti Úkraínu og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Auk þess má búast við því að um 130 erlendar sendinefndir verði viðstaddar. Þar á meðal má nefna Javier Milei, forseta Argentínu, og Vilhjálmur Bretaprins. Í frétt Guardian segir að öryggisgæla á Ítalíu og í Vatíkaninu hafi verið aukin til muna og sérstaklega í kringum Péturskirkju og Péturstorg. Notaðir eru drónar auk þess sem leyniskyttur verða staðsettar á þökum og bardagaþotur tilbúnar til að fljúga af stað ef eitthvað gerist. Bannað verður að fljúga yfir svæðið á meðan útförin fer fram. Fólk bíður í röð eftir því að fá að kveðja páfann. Vísir/EPA Ekið á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni Eftir að útförinni lýkur verður kistu hans ekið á gönguhraða í kirkjugarðinn þar sem hann verður jarðsettur. Hann kaus að vera jarðaður við Stóru Maríukirkjunni í Róm sem var uppáhalds kirkjan hans. Frans verður jarðsettur og á einföldu grafhýsi hans á aðeins að skrifa Frans. Hægt verður að heimsækja grafhýsið frá og með sunnudegi. Tugir þúsunda hafa þegar lagt leið sína í Péturskirkjuna til að kveðja páfann en hann hefur legið í Péturskirkju frá því á miðvikudag. Kirkjan hefur opnað snemma morguns og verið opin til miðnættis en er opin styttra í dag vegna útfararinnar á morgun. Kardínálinn Kevin Farrel mun stýra athöfn í kvöld þegar kirkjunni verður lokað. Farrell stýrir kirkjunni þar til nýr páfi verður kjörinn í næsta mánuði. „Það var stutt en átakanlegt að vera við hlið líkama hans,“ er haft eftir ítalanum Massimo Palo í frétt Guardian sem beið í röðinni og sagðist vona að næsti páfi yrði líkur Frans páfa. Hundruð þúsunda í Róm Gert er ráð fyrir því að nokkur hundruð þúsund manns muni koma til Rómar í dag en vegna frídags var fyrir andlát páfans búist við margmenni í borginni. Þann 25. apríl fagna Ítalir því að hafa sigrast á nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann hafði fyrir það verið mánuðum saman á spítala vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann fór gegn ráðleggingum lækna og tók þátt í messunni á Páskadag en Páskadagur er afar mikilvæg dagsetning í kaþólskri trú. Páfakjör í næsta mánuði Páfakjörsfundur fer fram í næsta mánuði. Kardinálarnir sem kjósa nýjan páfa hafa verið að færa sig til Rómar síðustu daga og funda daglega samkvæmt frétt Guardian til að ákveða næstu skref innan kirkjunnar. Ekki er búið að tilkynna nákvæma dagsetningu fyrir páfakjörsfundinn en hann má hefjast í fyrsta lagi fimmtán dögum eftir andlát páfans og síðasta lagi tuttugu dögum eftir andlátið. Aðeins þeir kardinálar sem eru yngri en 80 ára mega greiða atkvæða í kjörinu. Það eru um 135 kardinálar.
Ítalía Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21 Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15 Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. 24. apríl 2025 17:21
Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. 23. apríl 2025 07:15
Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést. 23. apríl 2025 06:32