Innlent

Einn hand­tekinn þegar sérsveitin að­stoðaði í Ár­nes­sýslu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni til þess að tryggja öryggi lögreglu og annara sem komu að verkefninu. Myndin er úr safni.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni til þess að tryggja öryggi lögreglu og annara sem komu að verkefninu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Sérsveitin aðstoðaði lögregluna á Suðulandi vegna rannsóknaraðgerðar í Árnessýslu í gærkvöldi, um kvöldmatarleytið. Einn var handtekinn en síðan látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu

„Þetta var sérstök einangruð rannsóknaraðgerð sem er hluti af rannsókn máls. Sérsveitin var með til að tryggja öryggi lögreglu og annara sem komu að verkefninu. Þetta var mjög einangrað tilfelli,“ segir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Hann getur ekki veitt upplýsingar að svo stöddu um hvert rannsóknarefnið sé, en segir að það tengist ekki málum sem hafa verið til umfjöllunar opinberlega.

„Þetta er allt annað. Óskylt öllu öðru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×