Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2025 08:12 Mark Carney, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda flokksins, á kosningafundi í Laval í Quebec í gær. AP Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur. Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira
BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur.
Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00
Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32