Innlent

Missti vélar­afl suður af Snæ­fells­nesi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. LAndsbjörg

Áhafnir björgunarskipanna Bjargar á Rifi og Jóns Gunnlaugssonar voru kallaðar út klukkan 9:30 í morgun vegna fiskibáts sem misst hafði vélarafl suður af Snæfellsnesi, skammt vestur af Landbrotavík. Báturinn var dreginn til hafnar á Akranesi.

Varðskipið Freyja var statt skammt utan Hafnarfjarðar og var henni einnig snúið til aðstoðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu Landsbjargar en þar segir að tveir hafi verið um borð og engin hætta hafi verið þeim búin. Skipverjarnirhafi varpað akkeri fyrir borð.

„Björgunarskipið Björg kom svo að fiskibátnum rétt fyrir klukkan 12 og kom taug á milli. Stefnan var svo sett suður, en báturinn skyldi dreginn til hafnar á Akranesi. Um klukkustund síðar mættust Björg og Jón Gunnlaugsson, sem tók við drætti áfram til Akraness. Björg snéri til heimahafnar á Rifi og var komin þangað rétt upp úr 15 í dag.“

„Jón Gunnlaugsson er nú á sjötta tímanum að renna í höfn á Akranesi. Áhöfnin er samt ekki komin í hvíld, því varðskipið Freyja er með annan bát í drætti rétt vestur af Akranesi, sem Jón Gunnlaugs mun sækja og draga inn til hafnar, enda ekki eins djúpristur og Freyja.“

LAndsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×