Hörður undir feldinn Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2025 07:33 Hörður Unnsteinsson stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna er kominn með KR-liðið upp í efstu deild, deildina sem hann fjallar um vikulega á Stöð 2 Sport. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum. KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“ Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“
Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira