Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. apríl 2025 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir tortryggni í garð Vladímírs Pútín mikla þrátt fyrir yfirlýsingu um „páskavopnahlé“. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira