„Það er eitthvað við það að vera hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 14:30 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Yfir tvö þúsund manns renndu sér niður brekkur Hlíðarfjalls í gær, og búist er við sama fjölda í dag. Rekstrarstjóri segir færið á barmi fullkomnunar. Það styttist í að skíðatímabilinu ljúki. Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira