Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 15:30 Þessir stuðningsmenn Manchester United héldu trúnni og sáu líka lið sitt snúa við slæmri stöðu í framlengingunni. Hér fagna þeir með liði sínu á Old Trafford í gær. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta og þar með einu skrefi nær Meistaradeildarsæti eftir magnaða endurkomu á móti franska liðinu Lyon á Old Trafford í gær. United missti niður 2-0 forystu í leiknum og lenti síðan 2-4 undir í framlengingunni. Þá gáfust fjölmargir stuðningsmenn United upp og yfirgáfu leikvang draumanna. Þetta varð hins vegar engin martröð heldur þvert á móti. Þetta hlýtur því að teljast vera ein versta ákvörðun þeirra á ævinni svona eftirá. Leikmenn Manchester United gáfust nefnilega ekki upp, skoruðu þrjú mörk á síðustu sex mínútum í framlengingunni og tryggðu sér 5-4 sigur. Þetta er í fyrsta sinn sem skoruð eru fimm mörk í einni og sömu framlengingunni. Þeir sem fóru ekki af vellinum munu væntanlega tala um þetta kvöld um ókomna tíð. Þetta nær kannski ekki alveg endurkomunni á móti Bayern München í Barcelona 1999 en var engu að síður mögnuð stund fyrir félagið á mikilvægum tíma. Tap í gær hefði þýtt að tímabilið væri búið og staðfest sem það allra versta í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Nú á liðið aftur á móti enn möguleika á það tryggja sér Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Það náðist myndband af þessum stuðningsmönnum Manchester United sem fóru of snemma en reyndu síðan að finna sér skjá til að fylgjast með þessum ótrúlegu lokamínútum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
United missti niður 2-0 forystu í leiknum og lenti síðan 2-4 undir í framlengingunni. Þá gáfust fjölmargir stuðningsmenn United upp og yfirgáfu leikvang draumanna. Þetta varð hins vegar engin martröð heldur þvert á móti. Þetta hlýtur því að teljast vera ein versta ákvörðun þeirra á ævinni svona eftirá. Leikmenn Manchester United gáfust nefnilega ekki upp, skoruðu þrjú mörk á síðustu sex mínútum í framlengingunni og tryggðu sér 5-4 sigur. Þetta er í fyrsta sinn sem skoruð eru fimm mörk í einni og sömu framlengingunni. Þeir sem fóru ekki af vellinum munu væntanlega tala um þetta kvöld um ókomna tíð. Þetta nær kannski ekki alveg endurkomunni á móti Bayern München í Barcelona 1999 en var engu að síður mögnuð stund fyrir félagið á mikilvægum tíma. Tap í gær hefði þýtt að tímabilið væri búið og staðfest sem það allra versta í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Nú á liðið aftur á móti enn möguleika á það tryggja sér Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Það náðist myndband af þessum stuðningsmönnum Manchester United sem fóru of snemma en reyndu síðan að finna sér skjá til að fylgjast með þessum ótrúlegu lokamínútum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira