Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 17. apríl 2025 10:03 Umliðnar vikur höfum við hjónin dvalið í Lundi í Svíþjóð þar sem Jóna Hrönn hefur undirgengist mergskipti. Það er rausnarleg meðhöndlun sem kallar á aðkomu ótal einstaklinga, allt frá óþekktum merggjafa yfir í sérfræðinga á sviði blóðlækninga, frá leigubílstjóranum sem bíður í salnum þegar lent er á Kastrup yfir í hjúkrunarfræðing á næturvakt, frá ræstitæknum sem fara um stofur og ganga af vísindalegri nákvæmni yfir í matreiðslufólk og sjúkraliða og meinatækna og allt hitt fólkið sem sér til þess að eitt hátæknisjúkrahús geti verið aflstöð heilsu og vonar fyrir hundruðir þúsunda. Þegar Franz páfi kvaddi sitt sjúkrahús nú á dögunum voru höfð eftir honum orð á þá leið að veggir sjúkrahússins heyrðu fleiri einlægar bænir en kirkjuveggirnir og undir þaki þess væru veitt heitari faðmlög en nokkur flugvallarbygging fengi að hýsa. Í lauslegri þýðingu er framhaldið á þessa leið: „Á sjúkrahúsinu bjargar samkynhneigður læknir lífi persónu sem hatar kynseginfólk og sérfræðingur í forréttindastöðu bjargar lífi betlarans. Á bráðavaktinni er Gyðingur að þjóna Múslimanum, lögreglumaður og fangi deila stofu og efnaður sjúklingur bíður lifrarígræðslu fátæks líffæragjafa. Á sjúkrahúsinu mætast ólíkir heimar í Guðs vilja þegar mein fólks og áverkar hljóta aðhlynningu. Í þessu samfélagi örlaganna verður okkur ljóst að ein og sjálf erum við ekki neitt. Sjúkrahús er staður þar sem manneskjur taka niður grímuna og birtast eins og þau eru í sínu innsta eðli.“ Þessi orð hittu okkur í hjartastað. Dag einn þegar Jóna Hrönn lá þjáð í sínu sjúkrarúmi kom hjúkrunarfræðingur með slæðu að múslimskum sið á höfði til að sinna henni. Verk sitt vann hún af slíkri kunnáttu og varfærni að þegar þjónustunni var lokið lá Jóna grátandi af létti og þakklæti. Þá horfði hjúkrunarfræðingurinn festulega í augun á þessum sköllótta sóknarpresti ofan af Íslandi og mælti á ensku með mildri röddu: Vertu óhrædd. Treystu Guði. Svo bætti hún við. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Þarna birtist sjúkrahúsið okkur sem heilagt musteri. Fagmaðurinn og sjúklingurinn gátu mæst í gagnkvæmri mennsku og trausti á æðri mátt. Hvorug þurfti að halda í neinar skilgreiningar rétt á meðan. Það er ekki vandamál þegar mannshjörtun mætast. Þegar valdi er dreift Nú lifir veröldin Biblíulega tíma, ef svo má að orði komast. Hrokavald heimsins hamast við að tvístra og hræða svo að færa megi sér heiminn í nyt í friði fyrir almenningi. Og aðferðin er alltaf söm: Skelfum þau, segja stríðandi valdsmenn hver við annan og kinka kolli. Etjum þeim saman og ærum þau til að hata okkur og hvert annað. Loks þegar enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð skiptum við gróðanum! Um þennan veruleika mælti Jesús: Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóhannesarguðspjall 10.10) Á páskum fagna kristnir menn sigri ástar og lífs yfir hatri og dauða. Fæðing Guðs sonar í hendur fátæks almúgafólks er samstöðuyfirlýsing með almenningi á öllum öldum. Samstaða með fátækum gegn rembingi og valdshroka. Lesa má Guðspjöllin í Nýja testamenntinu sem nokkurs konar hraðfréttir af því hvernig meistarinn frá Nasaret gekk um sýnandi þörfum og hagsmunum almennings virðingu. Hann læknaði sjúka, mettaði svanga, reisti við mannorð, truflaði hrokagikki og gaf valdalausum rödd þvert á alla múrana sem við erum alltaf að reisa milli þjóða, stétta, kynja, trúarbragða, heilsufarshópa og annars sem einkennir fólk. Enda var Jesú svo vel fagnað á pálmasunnudegi að ljóst varð að nú yrðu þeir að drepa hann. - Hvernig á að stjórna fólki sem ekki óttast og vill ekki hata? Hver hirðir offsagróða í slíku árferði? Mannlegar þarfir eru eins á öllum öldum. Menning dauðans á allt undir því að þarfir fólks séu ekki virtar og þeim ekki mætt. Þess vegna er þjösnast á fólki, innviðum, menningarhópum og öllu sem hægt er að meiða og skemma. Meðfram öðru er stuðst við sprengjuregn á mannabyggðir, þjóðarmorð, nauðganir, opinberan hrottaskap gegn föngum og hvað sem nota má til að hámarka angist þjóða. Fólk sem lifir við öryggi og heilsu langar ekki að hata. Samfélag þar sem almenningur nýtur frelsis til að gera og vera það sem skiptir hann máli elur ekki á rembingi, leggur ekki eyru við falsfréttum og vonar ekki illt um aðra. Þegar valdi er dreift, svo að virðing er borin fyrir þörfum fólks og samlíðun veitt í raunum, veðjar fólk ekki á yfirráð heldur samráð. Þá stjórnast það ekki af refsigleði heldur krefst ábyrgðar. Þá treysta menn ekki á forréttindi hinna fáu á kostnað fjöldans en ástunda sanngirni og samvinnu í þágu manns og náttúru. Þá grípur líka þjösnarinn í tómt líkt og Pílatus þegar hann spurði Jesú: Veistu ekki að ég hef vald? Ég haf vald til að krossfesta þig og vald til að láta þig lausan. En Jesús ansaði: Þú hefðir ekkert vald yfir mér nema þér væri gefið það að ofan. – Ofan úr valdakerfinu sem hefur fjárfest í þér. Pílatus, þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Virkt skaðleysi Á Biblíulegum tímum þurfum við að endurlæra hið virka skaðleysi[1] Jesú Krists. Við þurfum að horfa til Mahatma Gandhi, Martin Luther King og annara friðarboða mannkyns sem stóðu í sannleikanum andspænis ógnarvaldinu og höfnuðu því að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa líkt og ætlast er til svo að leikur úlfsins að hjörðinni geti haldið áfram. Gott var að heyra um Harvard háskóla sem frekar vill missa ríkisstyrki en sjálfsvirðingu sína fyrir Trumpstjórninni. Stórkostlegt að sjá handboltalandslið kvenna senda skýr skilaboð gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Ofbeldi verður alltaf til og heldur áfram að virka. Virkt skaðleysi gerir bara betur og ber loks sigur úr býtum. Hernaður verður áfram þjálfaður, fjármagnaður og stundaður. Virkt skaðleysi krefst ekki síður þjálfunar og skipulags en það kostar margfalt færri mannslíf, fer betur með fólk og fé og nær meiri árangri. Nefna má afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku, kvennabaráttuna, réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, baráttu kynseginfólks, o.s.frv., o.s.frv. o.s.frv. Svo birtist Jesús vinum sínum á páskadagmorgni upp risinn í níddum líkama sínum. Hvað má það merkja? Hvað má það merkja fyrir alla nídda líkami, lífs og liðna, að Guðs sonur var kvalinn og deyddur en reis upp á þriðja degi? Vertu óhrædd. Treystu Guði. Mælti múslimski hjúkrunarfræðingurinn með slæðuna. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur [1] Enska hugtakið sem við þýðum með orðasambandinu virkt skaðleysi er Nonviolence. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Páskar Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umliðnar vikur höfum við hjónin dvalið í Lundi í Svíþjóð þar sem Jóna Hrönn hefur undirgengist mergskipti. Það er rausnarleg meðhöndlun sem kallar á aðkomu ótal einstaklinga, allt frá óþekktum merggjafa yfir í sérfræðinga á sviði blóðlækninga, frá leigubílstjóranum sem bíður í salnum þegar lent er á Kastrup yfir í hjúkrunarfræðing á næturvakt, frá ræstitæknum sem fara um stofur og ganga af vísindalegri nákvæmni yfir í matreiðslufólk og sjúkraliða og meinatækna og allt hitt fólkið sem sér til þess að eitt hátæknisjúkrahús geti verið aflstöð heilsu og vonar fyrir hundruðir þúsunda. Þegar Franz páfi kvaddi sitt sjúkrahús nú á dögunum voru höfð eftir honum orð á þá leið að veggir sjúkrahússins heyrðu fleiri einlægar bænir en kirkjuveggirnir og undir þaki þess væru veitt heitari faðmlög en nokkur flugvallarbygging fengi að hýsa. Í lauslegri þýðingu er framhaldið á þessa leið: „Á sjúkrahúsinu bjargar samkynhneigður læknir lífi persónu sem hatar kynseginfólk og sérfræðingur í forréttindastöðu bjargar lífi betlarans. Á bráðavaktinni er Gyðingur að þjóna Múslimanum, lögreglumaður og fangi deila stofu og efnaður sjúklingur bíður lifrarígræðslu fátæks líffæragjafa. Á sjúkrahúsinu mætast ólíkir heimar í Guðs vilja þegar mein fólks og áverkar hljóta aðhlynningu. Í þessu samfélagi örlaganna verður okkur ljóst að ein og sjálf erum við ekki neitt. Sjúkrahús er staður þar sem manneskjur taka niður grímuna og birtast eins og þau eru í sínu innsta eðli.“ Þessi orð hittu okkur í hjartastað. Dag einn þegar Jóna Hrönn lá þjáð í sínu sjúkrarúmi kom hjúkrunarfræðingur með slæðu að múslimskum sið á höfði til að sinna henni. Verk sitt vann hún af slíkri kunnáttu og varfærni að þegar þjónustunni var lokið lá Jóna grátandi af létti og þakklæti. Þá horfði hjúkrunarfræðingurinn festulega í augun á þessum sköllótta sóknarpresti ofan af Íslandi og mælti á ensku með mildri röddu: Vertu óhrædd. Treystu Guði. Svo bætti hún við. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Þarna birtist sjúkrahúsið okkur sem heilagt musteri. Fagmaðurinn og sjúklingurinn gátu mæst í gagnkvæmri mennsku og trausti á æðri mátt. Hvorug þurfti að halda í neinar skilgreiningar rétt á meðan. Það er ekki vandamál þegar mannshjörtun mætast. Þegar valdi er dreift Nú lifir veröldin Biblíulega tíma, ef svo má að orði komast. Hrokavald heimsins hamast við að tvístra og hræða svo að færa megi sér heiminn í nyt í friði fyrir almenningi. Og aðferðin er alltaf söm: Skelfum þau, segja stríðandi valdsmenn hver við annan og kinka kolli. Etjum þeim saman og ærum þau til að hata okkur og hvert annað. Loks þegar enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð skiptum við gróðanum! Um þennan veruleika mælti Jesús: Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóhannesarguðspjall 10.10) Á páskum fagna kristnir menn sigri ástar og lífs yfir hatri og dauða. Fæðing Guðs sonar í hendur fátæks almúgafólks er samstöðuyfirlýsing með almenningi á öllum öldum. Samstaða með fátækum gegn rembingi og valdshroka. Lesa má Guðspjöllin í Nýja testamenntinu sem nokkurs konar hraðfréttir af því hvernig meistarinn frá Nasaret gekk um sýnandi þörfum og hagsmunum almennings virðingu. Hann læknaði sjúka, mettaði svanga, reisti við mannorð, truflaði hrokagikki og gaf valdalausum rödd þvert á alla múrana sem við erum alltaf að reisa milli þjóða, stétta, kynja, trúarbragða, heilsufarshópa og annars sem einkennir fólk. Enda var Jesú svo vel fagnað á pálmasunnudegi að ljóst varð að nú yrðu þeir að drepa hann. - Hvernig á að stjórna fólki sem ekki óttast og vill ekki hata? Hver hirðir offsagróða í slíku árferði? Mannlegar þarfir eru eins á öllum öldum. Menning dauðans á allt undir því að þarfir fólks séu ekki virtar og þeim ekki mætt. Þess vegna er þjösnast á fólki, innviðum, menningarhópum og öllu sem hægt er að meiða og skemma. Meðfram öðru er stuðst við sprengjuregn á mannabyggðir, þjóðarmorð, nauðganir, opinberan hrottaskap gegn föngum og hvað sem nota má til að hámarka angist þjóða. Fólk sem lifir við öryggi og heilsu langar ekki að hata. Samfélag þar sem almenningur nýtur frelsis til að gera og vera það sem skiptir hann máli elur ekki á rembingi, leggur ekki eyru við falsfréttum og vonar ekki illt um aðra. Þegar valdi er dreift, svo að virðing er borin fyrir þörfum fólks og samlíðun veitt í raunum, veðjar fólk ekki á yfirráð heldur samráð. Þá stjórnast það ekki af refsigleði heldur krefst ábyrgðar. Þá treysta menn ekki á forréttindi hinna fáu á kostnað fjöldans en ástunda sanngirni og samvinnu í þágu manns og náttúru. Þá grípur líka þjösnarinn í tómt líkt og Pílatus þegar hann spurði Jesú: Veistu ekki að ég hef vald? Ég haf vald til að krossfesta þig og vald til að láta þig lausan. En Jesús ansaði: Þú hefðir ekkert vald yfir mér nema þér væri gefið það að ofan. – Ofan úr valdakerfinu sem hefur fjárfest í þér. Pílatus, þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Virkt skaðleysi Á Biblíulegum tímum þurfum við að endurlæra hið virka skaðleysi[1] Jesú Krists. Við þurfum að horfa til Mahatma Gandhi, Martin Luther King og annara friðarboða mannkyns sem stóðu í sannleikanum andspænis ógnarvaldinu og höfnuðu því að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa líkt og ætlast er til svo að leikur úlfsins að hjörðinni geti haldið áfram. Gott var að heyra um Harvard háskóla sem frekar vill missa ríkisstyrki en sjálfsvirðingu sína fyrir Trumpstjórninni. Stórkostlegt að sjá handboltalandslið kvenna senda skýr skilaboð gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Ofbeldi verður alltaf til og heldur áfram að virka. Virkt skaðleysi gerir bara betur og ber loks sigur úr býtum. Hernaður verður áfram þjálfaður, fjármagnaður og stundaður. Virkt skaðleysi krefst ekki síður þjálfunar og skipulags en það kostar margfalt færri mannslíf, fer betur með fólk og fé og nær meiri árangri. Nefna má afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku, kvennabaráttuna, réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, baráttu kynseginfólks, o.s.frv., o.s.frv. o.s.frv. Svo birtist Jesús vinum sínum á páskadagmorgni upp risinn í níddum líkama sínum. Hvað má það merkja? Hvað má það merkja fyrir alla nídda líkami, lífs og liðna, að Guðs sonur var kvalinn og deyddur en reis upp á þriðja degi? Vertu óhrædd. Treystu Guði. Mælti múslimski hjúkrunarfræðingurinn með slæðuna. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur [1] Enska hugtakið sem við þýðum með orðasambandinu virkt skaðleysi er Nonviolence.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun