Olga ætlar ekki í slag við Willum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. apríl 2025 08:31 Olga hefur starfað á afrekssviði ÍSÍ undanfarin ár, sem heldur utan um hinn margumrædda Afrekssjóð. vísir / stöð 2 Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. Olga er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr íþróttahreyfingunni, meðal annars sem dómari, landsliðsþjálfari, og stjórnarkona í félögum og héraðssamböndum. „Og svo er ég móðir íþróttabarna, þannig að ég held að ég sé búin að prófa öll hlutverkin. Búin að vinna sleitulaust fyrir hreyfinguna síðan árið 1993.“ Komið að auknu fjármagni í afreksíþróttir Olga hefur setið í stjórn ÍSÍ síðan 2019 og verið annar varaforseti undanfarin tvö ár. Á þeim tíma, hvaða málum hefurðu helst beitt þér fyrir? „Ég hef aðallega verið inni á afrekssviðinu, mín reynsla undanfarin ár hefur mest verið þar. Við höfum komið að því að auka fjármagnið í afreksíþróttirnar, sem er nú að takast. Við erum allavega kominn með annan fótinn af stað með það þar sem við höfum tryggt okkur fjármagn upp á tæpar sjö hundruð milljónir.“ Fengið góð viðbrögð Olga tilkynnti framboð sitt síðasta föstudag og segir viðbrögðin hafa verið góð. „Mjög góð viðbrögð. Ég hef fengið hvatningu víða að úr hreyfingunni og ég held að það sé út af því að þetta er minn bakgrunnur. Ég er alinn upp og þekki íþróttahreyfinguna út og inn.“ Ekki slagur við Willum Sem stendur hafa aðeins tvö framboð verið tilkynnt en frestur til þess rennur út þann 25. apríl, þremur vikum fyrir ársþingið sem hefst 16. maí. Olga tekur slaginn við Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfara. „Ég vil ekki meina að þetta sé einhver slagur. Hérna eru bara tveir frambjóðendur, frambærilegt fólk að bjóða sína krafta. Við erum virkilega ólík og ég ber mikla virðingu fyrir Willum og mjög ánægð með hans störf undanfarin ár. Ég held að það sé bara sterkt fyrir íþróttahreyfinguna að vera með tvo sterka fulltrúa og ég hef ekki trú á öðru en að fleiri munu bjóða sig fram.“ Viðtal Olgu var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Olga er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr íþróttahreyfingunni, meðal annars sem dómari, landsliðsþjálfari, og stjórnarkona í félögum og héraðssamböndum. „Og svo er ég móðir íþróttabarna, þannig að ég held að ég sé búin að prófa öll hlutverkin. Búin að vinna sleitulaust fyrir hreyfinguna síðan árið 1993.“ Komið að auknu fjármagni í afreksíþróttir Olga hefur setið í stjórn ÍSÍ síðan 2019 og verið annar varaforseti undanfarin tvö ár. Á þeim tíma, hvaða málum hefurðu helst beitt þér fyrir? „Ég hef aðallega verið inni á afrekssviðinu, mín reynsla undanfarin ár hefur mest verið þar. Við höfum komið að því að auka fjármagnið í afreksíþróttirnar, sem er nú að takast. Við erum allavega kominn með annan fótinn af stað með það þar sem við höfum tryggt okkur fjármagn upp á tæpar sjö hundruð milljónir.“ Fengið góð viðbrögð Olga tilkynnti framboð sitt síðasta föstudag og segir viðbrögðin hafa verið góð. „Mjög góð viðbrögð. Ég hef fengið hvatningu víða að úr hreyfingunni og ég held að það sé út af því að þetta er minn bakgrunnur. Ég er alinn upp og þekki íþróttahreyfinguna út og inn.“ Ekki slagur við Willum Sem stendur hafa aðeins tvö framboð verið tilkynnt en frestur til þess rennur út þann 25. apríl, þremur vikum fyrir ársþingið sem hefst 16. maí. Olga tekur slaginn við Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfara. „Ég vil ekki meina að þetta sé einhver slagur. Hérna eru bara tveir frambjóðendur, frambærilegt fólk að bjóða sína krafta. Við erum virkilega ólík og ég ber mikla virðingu fyrir Willum og mjög ánægð með hans störf undanfarin ár. Ég held að það sé bara sterkt fyrir íþróttahreyfinguna að vera með tvo sterka fulltrúa og ég hef ekki trú á öðru en að fleiri munu bjóða sig fram.“ Viðtal Olgu var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá í spilaranum að ofan. Hér að neðan má sjá framboðstilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira