Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 15:18 Sendiherrabústaðurinn er allur sá glæsilegasti en hann er sagður krefjast umtalsverðs viðhalds. PrivatMegleren Dyve & Partnere Íslenska sendiráðið í Ósló í Noregi hefur sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega einn milljarður króna. Frá þessu greinir norski miðillinn E24 og hefur eftir utanríkisráðuneytinu að stefnt sé að því að selja dýr, stór og viðhaldsfrek einbýlishús og kaupa minni íbúðir í staðinn, sem séu ódýrar í rekstri og krefjist minna viðhalds. Ný íbúð þegar keypt Þegar hafi verið gengið frá kaupum á íbúð í miðbæ Óslóar sem bjóði einnig upp á meira öryggi en núverandi sendiherrabústaður. Íbúðin sé samt sem áður ekki síðri til veislu- og viðburðahalda. Ein þriggja stofa í húsinu. Hér hafa ófáar veislurnar án efa verið haldnar í gegnum árin.PrivatMegleren Dyve & Partnere Sendiherrabústaðurinn sé 768 fermetrar og í honum séu sjö svefnherbergi, tvö eldhús, þrjár stofur. Húsið standi á ríflega 0,8 hektara lóð. Ítarlega fasteignaauglýsingu má sjá hér. Var í eigu súkkulaðikóngs Húsið hafi verið í eigu íslenska ríkisins frá árinu 1952 en hafi þar áður verið í eigu kaupsýslumannsins Johan Throne Holst, sem gerði súkkulaðigerðina Freiu að þeirri stærstu sinnar tegundar í Noregi. Sá sem kaupir húsið af ríkinu fær þennan fína arinn.PrivatMegleren Dyve & Partnere Þá segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem sendiherrabústaðurinn er settur á sölu en það hafi verið gert árið 2009, í kjölfar efnahagshrunsins. Þá hafi nægilega hátt tilboð ekki borist í eignina og hún því haldist í íslenskri eigu. Fasteignamarkaður Noregur Utanríkismál Sendiráð Íslands Íslendingar erlendis Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn E24 og hefur eftir utanríkisráðuneytinu að stefnt sé að því að selja dýr, stór og viðhaldsfrek einbýlishús og kaupa minni íbúðir í staðinn, sem séu ódýrar í rekstri og krefjist minna viðhalds. Ný íbúð þegar keypt Þegar hafi verið gengið frá kaupum á íbúð í miðbæ Óslóar sem bjóði einnig upp á meira öryggi en núverandi sendiherrabústaður. Íbúðin sé samt sem áður ekki síðri til veislu- og viðburðahalda. Ein þriggja stofa í húsinu. Hér hafa ófáar veislurnar án efa verið haldnar í gegnum árin.PrivatMegleren Dyve & Partnere Sendiherrabústaðurinn sé 768 fermetrar og í honum séu sjö svefnherbergi, tvö eldhús, þrjár stofur. Húsið standi á ríflega 0,8 hektara lóð. Ítarlega fasteignaauglýsingu má sjá hér. Var í eigu súkkulaðikóngs Húsið hafi verið í eigu íslenska ríkisins frá árinu 1952 en hafi þar áður verið í eigu kaupsýslumannsins Johan Throne Holst, sem gerði súkkulaðigerðina Freiu að þeirri stærstu sinnar tegundar í Noregi. Sá sem kaupir húsið af ríkinu fær þennan fína arinn.PrivatMegleren Dyve & Partnere Þá segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem sendiherrabústaðurinn er settur á sölu en það hafi verið gert árið 2009, í kjölfar efnahagshrunsins. Þá hafi nægilega hátt tilboð ekki borist í eignina og hún því haldist í íslenskri eigu.
Fasteignamarkaður Noregur Utanríkismál Sendiráð Íslands Íslendingar erlendis Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira