Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. apríl 2025 14:08 Robert F. Kennedy Jr. er kominn ansi langt frá arfleið valdafjölskyldunnar sem hann tilheyrir, eins og nýjasti þáttur Skuggavaldsins kemur inn á. Michael M. Santiago/Getty Images Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. Prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir ræða um lokahnykkinn í sögu fjölskyldunnar sem á stundum virðist líkari grískum harmleik, þar sem dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma. Einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna Nú, árið 2025, er Kennedy-fjölskyldan snúin aftur til valda eftir að Robert F. Kennedy Jr. var skipaður heilbrigðisráðherra. Sá er ansi langt frá arfleifð valdafjölskyldunnar sem hann tilheyrir. RFK fór frá því að vera virtur umhverfislögfræðingur yfir í að vera einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna og boðberi margra staðlausra samsæriskenninga. Líkt og rakið er í þættinum er saga hans stráð svo einkennilegum vendingum að á stundum líkist hún helst rússíbana smíðuðum úr skuggum og holtaþoku. Í fyrri þáttum Skuggavaldsins var meðal annars rætt um morðið á John F. Kennedy en nú er komið að því að rýna í örlög bróður hans, Robert F. Kennedy, eða Bobby, sem einnig var skotinn til bana á pólitísku ferðalagi. Morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk þræðir Eftir að hafa unnið forkjör Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Kaliforníu árið 1968 og fagnað því með stuðningsfólki á Ambassador-hótelinu í Los Angeles var Robert skotinn niður á eldhúsgangi hótelsins – undir flúorlýsingu og innan um lykt af grænsápu og fitugum hamborgurum. Í þættinum er einnig farið yfir blóði drifna stjórnmálasögu Bandaríkjanna, þar sem morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk eru ekki undantekning heldur þræðir í sjálfum vefnaði bandarískra stjórnmála. Frá Lincoln til Trump, frá Oklahoma til Capitol Hill – ofbeldið er ekki bara óvænt hending, heldur þrálátur þáttur í sjálfsmynd þjóðar sem trúir á frelsi, en óttast skuggana sem læðast allt um kring um nætur. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stýra Skuggavaldinu. Í síðustu þáttum hafa þau þrætt sögu Kennedy fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Prófessorarnir Hulda og Eiríkur beita einnig skurðhnífi fræða sinna í þættinum til þess meðal annars að skýra hvernig stórir atburðir kalli á álíka stórar útskýringar. Morð á forseta? Það getur ekki verið bara einn maður og ein byssa. Það hlýtur að vera eitthvað stærra, dýpra, dimmara. Lokaþáttur þríleiks Skuggavaldsins um Kennedy-bölvunina er nú ásamt þeim fyrri aðgengilegur í hlaðvarpsveitum. Í næstu þáttum snúa Hulda og Eiríkur sér að dularfullri sögu Illuminati-bræðrareglunnar frá Bæjaralandi í Þýskalandi sem sumir samsæriskenningasmiðir gruna að stýri heiminum á bak við tjöldin. Skuggavaldið Bandaríkin Hlaðvörp Tengdar fréttir Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun. 3. apríl 2025 15:33 Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum? 17. mars 2025 15:05 Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu. 5. mars 2025 14:32 Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. 26. febrúar 2025 13:32 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir ræða um lokahnykkinn í sögu fjölskyldunnar sem á stundum virðist líkari grískum harmleik, þar sem dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma. Einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna Nú, árið 2025, er Kennedy-fjölskyldan snúin aftur til valda eftir að Robert F. Kennedy Jr. var skipaður heilbrigðisráðherra. Sá er ansi langt frá arfleifð valdafjölskyldunnar sem hann tilheyrir. RFK fór frá því að vera virtur umhverfislögfræðingur yfir í að vera einn áhrifamesti efasemdamaður bóluefna og boðberi margra staðlausra samsæriskenninga. Líkt og rakið er í þættinum er saga hans stráð svo einkennilegum vendingum að á stundum líkist hún helst rússíbana smíðuðum úr skuggum og holtaþoku. Í fyrri þáttum Skuggavaldsins var meðal annars rætt um morðið á John F. Kennedy en nú er komið að því að rýna í örlög bróður hans, Robert F. Kennedy, eða Bobby, sem einnig var skotinn til bana á pólitísku ferðalagi. Morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk þræðir Eftir að hafa unnið forkjör Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Kaliforníu árið 1968 og fagnað því með stuðningsfólki á Ambassador-hótelinu í Los Angeles var Robert skotinn niður á eldhúsgangi hótelsins – undir flúorlýsingu og innan um lykt af grænsápu og fitugum hamborgurum. Í þættinum er einnig farið yfir blóði drifna stjórnmálasögu Bandaríkjanna, þar sem morð forseta, árásir á leiðtoga og hryðjuverk eru ekki undantekning heldur þræðir í sjálfum vefnaði bandarískra stjórnmála. Frá Lincoln til Trump, frá Oklahoma til Capitol Hill – ofbeldið er ekki bara óvænt hending, heldur þrálátur þáttur í sjálfsmynd þjóðar sem trúir á frelsi, en óttast skuggana sem læðast allt um kring um nætur. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stýra Skuggavaldinu. Í síðustu þáttum hafa þau þrætt sögu Kennedy fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Prófessorarnir Hulda og Eiríkur beita einnig skurðhnífi fræða sinna í þættinum til þess meðal annars að skýra hvernig stórir atburðir kalli á álíka stórar útskýringar. Morð á forseta? Það getur ekki verið bara einn maður og ein byssa. Það hlýtur að vera eitthvað stærra, dýpra, dimmara. Lokaþáttur þríleiks Skuggavaldsins um Kennedy-bölvunina er nú ásamt þeim fyrri aðgengilegur í hlaðvarpsveitum. Í næstu þáttum snúa Hulda og Eiríkur sér að dularfullri sögu Illuminati-bræðrareglunnar frá Bæjaralandi í Þýskalandi sem sumir samsæriskenningasmiðir gruna að stýri heiminum á bak við tjöldin.
Skuggavaldið Bandaríkin Hlaðvörp Tengdar fréttir Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun. 3. apríl 2025 15:33 Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum? 17. mars 2025 15:05 Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu. 5. mars 2025 14:32 Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. 26. febrúar 2025 13:32 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun. 3. apríl 2025 15:33
Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum? 17. mars 2025 15:05
Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu. 5. mars 2025 14:32
Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína. 26. febrúar 2025 13:32