VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 11:36 Guðný Helga, forstjóri VÍS, til vinstri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, nýr þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi, til hægri. Aðsend VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. Í tilkynningu segir að opnun þjónustuskrifstofunnar séu liður í að efla enn frekar þjónustu VÍS á landsbyggðinni. Einnig var opnum þjónustuskrifstofa í Reykjanesbæ fyrir áramót. „Þrátt fyrir að hægt sé að gera mjög margt á netinu tengt tryggingum þá vill fólk hafa valmöguleikann á að tala við aðra manneskju, sérstaklega í flóknari málum. Þá vilja viðskiptavinir okkar geta talað við einhvern sem getur leiðbeint þeim og tekið raunverulegt tillit til aðstæðna þeirra. Í slíkum aðstæðum skiptir sköpum að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu í heimabyggð. Við erum full tilhlökkunar að mæta aftur á Skagann,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að Ingibjörg Ólafsdóttir, betur þekkt sem Inga Óla, muni veita skrifstofunni forystu sem þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi. Inga hefur starfað hjá VÍS í þrjá áratugi. „Ég er stolt af því að leiða þjónustuna á Vesturlandi frá nýrri skrifstofu okkar í mínum heimabæ. Við höfum verið með tímabundnar opnanir síðustu mánuði sem viðskiptavinir og aðrir íbúar tóku mjög vel í þannig að það eru miklar gleðifregnir að hafa fundið varanlegt húsnæði fyrir starfsemina okkar á Akranesi,“ segir Inga Óla, þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi. Starfsmaður VÍS mun sitja í útibúi Íslandsbanka frá byrjun maí en skrifstofa VÍS mun opna á sumarmánuðum. VÍS hefur áður rekið skrifstofu á Akranesi en lokaði henni, ásamt fleiri skrifstofum á landsbyggðinni, árið 2018. Vísað var til hagræðingar í starfi. Alls var átta skrifstofum lokað, starfsfólki sagt upp eða boðið nýtt starf, auk þess sem þrettán umboðsskrifstofum víða um land var lokað. Akranes Tryggingar Fjármálafyrirtæki Byggðamál Skagi Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Í tilkynningu segir að opnun þjónustuskrifstofunnar séu liður í að efla enn frekar þjónustu VÍS á landsbyggðinni. Einnig var opnum þjónustuskrifstofa í Reykjanesbæ fyrir áramót. „Þrátt fyrir að hægt sé að gera mjög margt á netinu tengt tryggingum þá vill fólk hafa valmöguleikann á að tala við aðra manneskju, sérstaklega í flóknari málum. Þá vilja viðskiptavinir okkar geta talað við einhvern sem getur leiðbeint þeim og tekið raunverulegt tillit til aðstæðna þeirra. Í slíkum aðstæðum skiptir sköpum að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu í heimabyggð. Við erum full tilhlökkunar að mæta aftur á Skagann,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að Ingibjörg Ólafsdóttir, betur þekkt sem Inga Óla, muni veita skrifstofunni forystu sem þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi. Inga hefur starfað hjá VÍS í þrjá áratugi. „Ég er stolt af því að leiða þjónustuna á Vesturlandi frá nýrri skrifstofu okkar í mínum heimabæ. Við höfum verið með tímabundnar opnanir síðustu mánuði sem viðskiptavinir og aðrir íbúar tóku mjög vel í þannig að það eru miklar gleðifregnir að hafa fundið varanlegt húsnæði fyrir starfsemina okkar á Akranesi,“ segir Inga Óla, þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi. Starfsmaður VÍS mun sitja í útibúi Íslandsbanka frá byrjun maí en skrifstofa VÍS mun opna á sumarmánuðum. VÍS hefur áður rekið skrifstofu á Akranesi en lokaði henni, ásamt fleiri skrifstofum á landsbyggðinni, árið 2018. Vísað var til hagræðingar í starfi. Alls var átta skrifstofum lokað, starfsfólki sagt upp eða boðið nýtt starf, auk þess sem þrettán umboðsskrifstofum víða um land var lokað.
Akranes Tryggingar Fjármálafyrirtæki Byggðamál Skagi Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira