Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 13:51 Frá setningu Alþingis í febrúar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa forseta Íslands segir afgreiðslu á beiðnum fréttastofu RÚV um upplýsingar um dagskrá forsetans ekki hafa verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til frekari skoðunar á málinu í ljósi viðurkenningar skrifstofunnar á mistökum. Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent