Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Daði Rafnsson skrifar 16. apríl 2025 11:33 vísir/getty Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. Perla Ruth Albertsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska handboltalandsliðins á síðasta Evrópumóti, ólst upp í sveit við að prófa alls konar íþróttir og fór á sína fyrstu handboltaæfingu 17 ára. Tryggvi Hlinason, leikmaður Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni, spilaði fyrst körfubolta 16 ára og Hákon Hrafn Valdimarsson, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hóf ferilinn sem markvörður í þriðja flokki. Ekki gott að draga í dilka Gamaldags sýn á hæfileikamótun í íþróttum gerir ráð fyrir því að einstaklingar sem ná árangri hafi meðfædda líkamlega og andlega hæfileika sem henta íþrótt sinni. Að með því að velja snemma börn og unglinga sem sýna hæfni í greininni og styðja þau til metorða verði til framúrskarandi fullorðnir einstaklingar. Þetta er einnig vel þekkt í skólastarfi um víða veröld þar sem börn eru dregin í mismunandi dilka eftir því hvort þau séu stillt, prúð og kunna að reikna eða ekki. Vandinn með þessa sýn er að hún firrir þjálfara (eða kennara) ábyrgð á því að leiðbeina og kenna hópnum sínum. Þeim nægir í staðinn að flokka börn í mismunandi box sem heita A, B, C eða D. Mattheusar-áhrifin Í hæfileikamótunarfræðum eru áhrifin sem af þessu fyrirkomulagi hljótast kölluð Mattheusar-áhrifin (Matthew‘s Effect). Þau eru kennd við 25. kafla Mattheusarguðspjallsins þar sem maður trúði þjónum sínum þremur fyrir fyrir eigum sínum. Hann fól einum fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðar lét hann þá gera skil og þá hafði sá fyrsti grætt fimm talentur til viðbótar og var launað vel fyrir. Næsti hafði grætt tvær ofan á þær fyrri tvær og fékk sitt fyrir. Sá þriðji sagði hins vegar herra sínum að hann vissi að hann væri harður maður sem uppsker þar sem hann sáði ekki og safnaði þar sem hann stráði ekki. Hann hafði þess vegna verið hræddur og grafið sína talentu í jörð og skilaði henni því einni tilbaka. Honum var refsað fyrir að ávaxta ekki fé herra síns og var talentan tekin af honum og gefin þeim sem var kominn með tíu. Hin hála braut brennimerkingar Hægt er að hanna mannanna kerfi þannig að hinir ríku verða ríkari og að börn sem eru snemma brennimerkt sem hæfileikarík fái meiri athygli, hvatningu og stuðning en aðrir og þar af leiðandi forskot sem erfitt er fyrir aðra að vinna upp. Því fyrr sem börn og unglingar eru brennimerkt sem hæfileikarík eða ekki eru þau færð inn á hála braut (slippery slope) þar sem allt vinnur að því að láta stóradóm þjálfarans eða kennarans rætast. Þjálfarinn horfir meira á A-liðið. Er peppaðri fyrir æfingum og veitir því meiri endurgjöf og hvatningu. Til að mynda með því að bjóða þeim upp á fleiri séræfingar. Foreldrar mæta frekar á æfingar, leiki og mót ef börn þeirra eru talin hæfileikarík og kaupa handa þeim dýran búnað, aukaæfingar og ferðir sem hvetja þau enn meira áfram. Gallinn er sá að oftast rætast síðan stórudómarnir ekki. Flestir þjálfarar á miðjum aldri kunna fjölmargar sögur af ofurliðum í yngri flokkum sem sönkuðu að sér verðlaunum og upphefð en skiluðu svo ekki af sér fleira fullorðnu afreksíþróttafólki heldur en C og D-liðin. Þá er vandinn orðinn tvíþættur, viðhorf og gjörðir þjálfara urðu til þess að C og D voru brennd því marki að þau ættu ekki séns. Og A og B liðin voru brennimerkt þannig að það væri sjálfsagt að þau myndu ná árangri. Hvorugt er gott fyrir börn eða unglinga. Hverjar eru lausnirnar? Hvernig leysum við úr þessum vanda? Í fyrsta lagi þurfa þjálfarar að temja sér jákvætt viðhorf til allra iðkenda sinna og skilja mismunandi forsendur þeirra fyrir því að vera í íþróttum. Í öðru lagi að hvetja sem flesta áfram með því til dæmis að sýna öllum athygli og bjóða öllum upp á séræfingu sem vilja. Eins og kom fram í fyrri pistli skiptir svo miklu máli að kveikja eld og svo leyfa ungu fólki að ryðja sína eigin leið áfram. Við þurfum ekki heldur öll að vera í fótbolta og fimleikum. Það eru vinsælustu íþróttir meðal barna og unglinga á Íslandi en þar eiga margir öflugir krakkar einnig til að týnast. Gerum umhverfið skemmtilegt Fótboltinn hefur heilt yfir fyrsta val úr sprækum íþróttastrákum og fimleikarnir úr kraftmiklum íþróttastelpum. Þau sem stýra fámennari íþróttum ættu að leggja fullt kapp á að gera umhverfið í kringum íþróttina skemmtilegt og laða til sín iðkendur með skemmtilegum æfingum og hvetjandi þjálfurum. Víða erlendis er það sem kallað er tilfærsla (talent transfer) mun markvissara en þekkist hér á landi. Vésteinn Hafsteinsson hefur sagt frá Ólympíumeisturunum sínum tveimur í kringlukasti, Svíanum Daniel Ståhl og Eistanum Gerd Kanter. Þeir ólust upp í öðrum íþróttum og voru samkvæmt Vésteini misgæfulegir á ýmsa kanta þegar hann tók við þeim. Óskar Hrafn Þorvaldsson knattspyrnuþjálfari setti Hákon Hrafn bara 16 ára í markið og sagði honum að spila óhræddur. Arnar Péturs fann sér hlaupaskó með vængi í stað körfuboltans og Tryggvi og Perla nutu mikils stuðnings þótt þau byrjuðu seint. Markviss vinna með fólk sem fær hvetjandi og áhugasaman þjálfara skilar yfirleitt einhverju góðu og stundum finnur maður meira að segja gull. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Perla Ruth Albertsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska handboltalandsliðins á síðasta Evrópumóti, ólst upp í sveit við að prófa alls konar íþróttir og fór á sína fyrstu handboltaæfingu 17 ára. Tryggvi Hlinason, leikmaður Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni, spilaði fyrst körfubolta 16 ára og Hákon Hrafn Valdimarsson, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hóf ferilinn sem markvörður í þriðja flokki. Ekki gott að draga í dilka Gamaldags sýn á hæfileikamótun í íþróttum gerir ráð fyrir því að einstaklingar sem ná árangri hafi meðfædda líkamlega og andlega hæfileika sem henta íþrótt sinni. Að með því að velja snemma börn og unglinga sem sýna hæfni í greininni og styðja þau til metorða verði til framúrskarandi fullorðnir einstaklingar. Þetta er einnig vel þekkt í skólastarfi um víða veröld þar sem börn eru dregin í mismunandi dilka eftir því hvort þau séu stillt, prúð og kunna að reikna eða ekki. Vandinn með þessa sýn er að hún firrir þjálfara (eða kennara) ábyrgð á því að leiðbeina og kenna hópnum sínum. Þeim nægir í staðinn að flokka börn í mismunandi box sem heita A, B, C eða D. Mattheusar-áhrifin Í hæfileikamótunarfræðum eru áhrifin sem af þessu fyrirkomulagi hljótast kölluð Mattheusar-áhrifin (Matthew‘s Effect). Þau eru kennd við 25. kafla Mattheusarguðspjallsins þar sem maður trúði þjónum sínum þremur fyrir fyrir eigum sínum. Hann fól einum fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðar lét hann þá gera skil og þá hafði sá fyrsti grætt fimm talentur til viðbótar og var launað vel fyrir. Næsti hafði grætt tvær ofan á þær fyrri tvær og fékk sitt fyrir. Sá þriðji sagði hins vegar herra sínum að hann vissi að hann væri harður maður sem uppsker þar sem hann sáði ekki og safnaði þar sem hann stráði ekki. Hann hafði þess vegna verið hræddur og grafið sína talentu í jörð og skilaði henni því einni tilbaka. Honum var refsað fyrir að ávaxta ekki fé herra síns og var talentan tekin af honum og gefin þeim sem var kominn með tíu. Hin hála braut brennimerkingar Hægt er að hanna mannanna kerfi þannig að hinir ríku verða ríkari og að börn sem eru snemma brennimerkt sem hæfileikarík fái meiri athygli, hvatningu og stuðning en aðrir og þar af leiðandi forskot sem erfitt er fyrir aðra að vinna upp. Því fyrr sem börn og unglingar eru brennimerkt sem hæfileikarík eða ekki eru þau færð inn á hála braut (slippery slope) þar sem allt vinnur að því að láta stóradóm þjálfarans eða kennarans rætast. Þjálfarinn horfir meira á A-liðið. Er peppaðri fyrir æfingum og veitir því meiri endurgjöf og hvatningu. Til að mynda með því að bjóða þeim upp á fleiri séræfingar. Foreldrar mæta frekar á æfingar, leiki og mót ef börn þeirra eru talin hæfileikarík og kaupa handa þeim dýran búnað, aukaæfingar og ferðir sem hvetja þau enn meira áfram. Gallinn er sá að oftast rætast síðan stórudómarnir ekki. Flestir þjálfarar á miðjum aldri kunna fjölmargar sögur af ofurliðum í yngri flokkum sem sönkuðu að sér verðlaunum og upphefð en skiluðu svo ekki af sér fleira fullorðnu afreksíþróttafólki heldur en C og D-liðin. Þá er vandinn orðinn tvíþættur, viðhorf og gjörðir þjálfara urðu til þess að C og D voru brennd því marki að þau ættu ekki séns. Og A og B liðin voru brennimerkt þannig að það væri sjálfsagt að þau myndu ná árangri. Hvorugt er gott fyrir börn eða unglinga. Hverjar eru lausnirnar? Hvernig leysum við úr þessum vanda? Í fyrsta lagi þurfa þjálfarar að temja sér jákvætt viðhorf til allra iðkenda sinna og skilja mismunandi forsendur þeirra fyrir því að vera í íþróttum. Í öðru lagi að hvetja sem flesta áfram með því til dæmis að sýna öllum athygli og bjóða öllum upp á séræfingu sem vilja. Eins og kom fram í fyrri pistli skiptir svo miklu máli að kveikja eld og svo leyfa ungu fólki að ryðja sína eigin leið áfram. Við þurfum ekki heldur öll að vera í fótbolta og fimleikum. Það eru vinsælustu íþróttir meðal barna og unglinga á Íslandi en þar eiga margir öflugir krakkar einnig til að týnast. Gerum umhverfið skemmtilegt Fótboltinn hefur heilt yfir fyrsta val úr sprækum íþróttastrákum og fimleikarnir úr kraftmiklum íþróttastelpum. Þau sem stýra fámennari íþróttum ættu að leggja fullt kapp á að gera umhverfið í kringum íþróttina skemmtilegt og laða til sín iðkendur með skemmtilegum æfingum og hvetjandi þjálfurum. Víða erlendis er það sem kallað er tilfærsla (talent transfer) mun markvissara en þekkist hér á landi. Vésteinn Hafsteinsson hefur sagt frá Ólympíumeisturunum sínum tveimur í kringlukasti, Svíanum Daniel Ståhl og Eistanum Gerd Kanter. Þeir ólust upp í öðrum íþróttum og voru samkvæmt Vésteini misgæfulegir á ýmsa kanta þegar hann tók við þeim. Óskar Hrafn Þorvaldsson knattspyrnuþjálfari setti Hákon Hrafn bara 16 ára í markið og sagði honum að spila óhræddur. Arnar Péturs fann sér hlaupaskó með vængi í stað körfuboltans og Tryggvi og Perla nutu mikils stuðnings þótt þau byrjuðu seint. Markviss vinna með fólk sem fær hvetjandi og áhugasaman þjálfara skilar yfirleitt einhverju góðu og stundum finnur maður meira að segja gull. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR.
Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32
Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn