Menendez bræðurnir nær frelsinu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2025 13:40 Erik vinstri) og Lyle Menendez (Hægri). AP/Fangelsismálastofnun Kaliforníu Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni. Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira