Mikið högg fyrir nærsamfélagið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Arnar/Anton Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs. Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs.
Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira