Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar 10. apríl 2025 19:00 Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Skoðanakannanir NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar