Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 20:56 Leikmenn íslenska liðsins voru eðlilega léttir í lundu á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Ísland vann tíu marka sigur þegar liðið mætti Ísrael á Ásvöllum í kvöld í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi í nóvember og desember síðar á þessu ári. Íslenska liðið er þar af leiðandi á leiðinni á sitt þriðja stórmót í röð. Fyrri leik liðanna lyktaði með stórsigri íslenska liðsins, 39-27, og Ísland því komið með annan fótinn og hinn jafnvel langleiðina einnig til Hollands og Þýskalands. Lokatölur í leiknum í kvöld urðu síðan 31-21 fyrir íslenska liðinu og sætið á HM því aldrei í neinni hættu. Tvær breytingar voru gerðar á leikmannhópi íslenska liðsins fyrir þennan leik frá viðureigninni í gær. Elísa Elíasdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir og voru utan hóps en Elísa meiddist á ökkla í leiknum í gær og Díana Dögg er nýkomin til baka inn á völlinn eftir að hafa jafnað sig á ristarbroti. Alexandra Líf Arnarsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir leystu þær af hólmi í þessum leik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með átta mörk Vísir/Hulda Margrét Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum fyrstu 20 mínúturnar tæpar dró í sundur á milli liðanna og íslenska liðið náði sex marka forystu 15-9 undir lok fyrri hálfleiks. Fimm mörkum munaði svo á liðunum í hálfleik og staðan var 16-11 íslenska liðinu í vil. Svipaður munur hélst á liðunum í seinni hálfleik en þegar upp var staðið fór íslenska liðið með þægilegan tíu marka sigur, 31-21, af hólmi og getur farið að pakka í töskur fyrir lokakeppnina í lok þessa árs. Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði í þessum leik sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðið en auk þess að komast á blað á því sviði og skora að lokum tvö mörk í leiknum spilaði hún fantavel fremst í 5-1 vörn íslenska liðsins. Alexandra Líf Arnarsdóttir skoraði sömuleiðis sitt fyrsta mark í landsliðsbúningnum í kvöld. Inga Dís Jóhannsdóttir náði merkum áfanga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Inga Dís fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki. Vísir/Hulda Margrét Líkt og í gær var hornaspilið drjúgt hjá íslenska liðinu en Þórey Anna Ásgeirsdóttir, sem kom til baka inn í liðið fyrir þetta verkefni eftir að hafa verið ekki valinn í þó nokkurn tíma, var markahæst hjá Íslandi með átta mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 12 skot í þessum leik og var með 36 prósent markvörslu. Elin Jóna stóð vaktina vel í íslenska markinu. Visir/Hulda Margrét Eins og áður segir vann íslenska liðið sannfærandi sigur í fyrri leiknum og bar þessi seinni leikur keim af því að nokkuð ljóst var fyrir hann hvort liðið væri á leiðinni á HM. Leikmenn íslenska liðsins áttu nokkra gíra inni og hefðu gripið til þeirra ef ísraelska liðið hefði velgt því almennilega undir uggum á einhverjum tímapunkti í leiknum. Leikur gærkvöldsins litaðist þrátt fyrir glæsilegan sigur íslenska liðsins af mótmælum fyrir utan Ásvelli en allt var með kyrrum kjörum í kringum leikinn að þessu sinni. Íslenska liðið getur nú farið að leiða hugann að því að búa sig undir að leika á lokakeppni HM. Stelpurnar okkar geta aukinheldur lagt tilfinningaríka viku að baki sér og glaðst yfir merkum áfanga sínum. Leikmenn íslenska fagna sætinu á HM vel og innilega. Vísir/Hulda Margrét Leikmannahópur íslenska liðsins í leikjunum gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025
Ísland vann tíu marka sigur þegar liðið mætti Ísrael á Ásvöllum í kvöld í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi í nóvember og desember síðar á þessu ári. Íslenska liðið er þar af leiðandi á leiðinni á sitt þriðja stórmót í röð. Fyrri leik liðanna lyktaði með stórsigri íslenska liðsins, 39-27, og Ísland því komið með annan fótinn og hinn jafnvel langleiðina einnig til Hollands og Þýskalands. Lokatölur í leiknum í kvöld urðu síðan 31-21 fyrir íslenska liðinu og sætið á HM því aldrei í neinni hættu. Tvær breytingar voru gerðar á leikmannhópi íslenska liðsins fyrir þennan leik frá viðureigninni í gær. Elísa Elíasdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir og voru utan hóps en Elísa meiddist á ökkla í leiknum í gær og Díana Dögg er nýkomin til baka inn á völlinn eftir að hafa jafnað sig á ristarbroti. Alexandra Líf Arnarsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir leystu þær af hólmi í þessum leik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá íslenska liðinu með átta mörk Vísir/Hulda Margrét Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum fyrstu 20 mínúturnar tæpar dró í sundur á milli liðanna og íslenska liðið náði sex marka forystu 15-9 undir lok fyrri hálfleiks. Fimm mörkum munaði svo á liðunum í hálfleik og staðan var 16-11 íslenska liðinu í vil. Svipaður munur hélst á liðunum í seinni hálfleik en þegar upp var staðið fór íslenska liðið með þægilegan tíu marka sigur, 31-21, af hólmi og getur farið að pakka í töskur fyrir lokakeppnina í lok þessa árs. Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði í þessum leik sitt fyrsta mark fyrir íslenska A-landsliðið en auk þess að komast á blað á því sviði og skora að lokum tvö mörk í leiknum spilaði hún fantavel fremst í 5-1 vörn íslenska liðsins. Alexandra Líf Arnarsdóttir skoraði sömuleiðis sitt fyrsta mark í landsliðsbúningnum í kvöld. Inga Dís Jóhannsdóttir náði merkum áfanga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Inga Dís fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki. Vísir/Hulda Margrét Líkt og í gær var hornaspilið drjúgt hjá íslenska liðinu en Þórey Anna Ásgeirsdóttir, sem kom til baka inn í liðið fyrir þetta verkefni eftir að hafa verið ekki valinn í þó nokkurn tíma, var markahæst hjá Íslandi með átta mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 12 skot í þessum leik og var með 36 prósent markvörslu. Elin Jóna stóð vaktina vel í íslenska markinu. Visir/Hulda Margrét Eins og áður segir vann íslenska liðið sannfærandi sigur í fyrri leiknum og bar þessi seinni leikur keim af því að nokkuð ljóst var fyrir hann hvort liðið væri á leiðinni á HM. Leikmenn íslenska liðsins áttu nokkra gíra inni og hefðu gripið til þeirra ef ísraelska liðið hefði velgt því almennilega undir uggum á einhverjum tímapunkti í leiknum. Leikur gærkvöldsins litaðist þrátt fyrir glæsilegan sigur íslenska liðsins af mótmælum fyrir utan Ásvelli en allt var með kyrrum kjörum í kringum leikinn að þessu sinni. Íslenska liðið getur nú farið að leiða hugann að því að búa sig undir að leika á lokakeppni HM. Stelpurnar okkar geta aukinheldur lagt tilfinningaríka viku að baki sér og glaðst yfir merkum áfanga sínum. Leikmenn íslenska fagna sætinu á HM vel og innilega. Vísir/Hulda Margrét Leikmannahópur íslenska liðsins í leikjunum gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti