Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 17:51 Jojo Siwa var í miklu uppnámi eftir niðrandi ummæli Mickey Rourke sem sagðist ætla að kjósa „lesbíuna“ strax út og að hún myndi hætta að vera hinsegin eftir vistina með honum. Getty Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni. Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Sjá meira
Breski raunveruleikaþátturinn Celebrity Big Brother hóf göngu sína í 24. sinn á mánudag. Í þættinum þarf hópur „frægs“ fólks að dvelja saman á sama stað í nítján daga en þeim fækkar með reglulegu millibili þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Þekktustu nöfnin í ár eru Mickey Rourke og Jojo Siwa, áhrifavaldur og poppsöngkona. Hinn 72 ára Rourke kom sér í vandræði strax í þriðja þætti þegar hann viðhafði niðrandi og óþægileg ummæli í garð hinnar 21 árs Siwa. Mickey hvíslar í eyrað á Jojo í húsi Stóra bróður.ITV Söngkonan ætlaði að sýna leikaranum hvar reykherbergi villunnar væri þegar Rourke spurði: „Ertu hrifin af stelpum eða strákum?“ Siwa, sem hefur verið opin með samkynhneigð sína og lýsir tónlist sinni sem hinsegin-poppi, svaraði: „Ég? Stelpum. Makinn minn er kynsegin,“ og vísaði þar í hina áströlsku Kath Ebbs. „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur,“ sagði Rourke þá og bætti svo við að hann ætlaði að binda hana niður. Siwa sagðist þá mundu verða áfram hinsegin og í hamingjusömu sambandi sama hvað. Vildi kjósa „lesbíuna“ strax út Seinna í þættinum sagði Rourke við annan keppanda, sjónvarpsmanninn Chris Hughes, að hann ætlaði að „kjósa lesbíunni hratt út“. Keppendurnir tilnefna og kjósa hver annan út með reglulegu millibili. Siwa heyrði mennina tala saman og sagði: „Það er hómófóbískt ef það eru rökin þín.“ Rourke tilkynnti þá að hann ætlaði að fá sér sígarettu og að hann vantaði rettu (e. fag). Til útskýringar þá nota Bretar orðið „fag“ í talmáli yfir sígaretttur en orðið er um leið niðrandi orð yfir samkynhneigða. Í kjölfarið benti hann á Siwa og sagði: „Ég er ekki að tala um þig.“ Viðstaddir sögðu honum þá að hann gæti ekki talað svona um aðra og þóttist Rourke alsaklaus: „Ég veit. Ég var að tala um sígarettu.“ Skammaður af stjórnendum Skömmu eftir það var Rourke boðaður á fund stjórnenda þáttarins þar sem hann fékk formlega viðvörun fyrir „niðrandi og óásættanlegt“ tungumál. Héldi hann áfram að tala og hegða sér á slíkan hátt gæti það leitt til þess að hann yrði rekinn úr Big Brother-húsinu. Rourke baðst þá afsökunar og sagði ásetning sinn ekki hafa verið að smána Siwa. Eftir að hann yfirgaf fundarherbergið fór Rourke yfir til Siwa, sem var enn í miklu uppnámi yfir ummælunum, og bað hana afsökunar: „Ég vil biðjast afsökunar. Ég er vanur að vera með stuttan þráð. Og ég meinti ekki neitt með þessu. Ég meina það í alvöru. Ef ég gerði það ekki, myndi ég ekki segja það við þig.“ Eftir þáttinn birtu talsmenn ITV yfirlýsingu þar sem sagði að allir þátttakendurnir fengju þjálfun í virðingu og inngildingu og upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sér í Big Brother-húsinu. „Fylgst er með íbúum hússins 24 klukkutíma sólarhrings og tekið er á óviðeigandi hegðun á viðeigandi og tímanlegan máta,“ sagði einnig í tilkynningunni.
Raunveruleikaþættir Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Sjá meira