„Bara mjög gott, góð viðbrögð við síðasta leik og mjög gott að fá allavega einhverja lykilleikmenn inn frá því í síðasta leik.“
Daníel er ánægður með framfarirnar frá síðasta leik.
„Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur. Svo náttúrulega fáum við Esther inn aftur sem er plús 23 í leiknum í tólf stiga sigri. Hún er bara þetta mikilvæg fyrir okkur upp á pláss og tímasetningar í sókn og gefa liðinu eitthvað öðruvísi varnarlega. Hún sýndi það í dag hversu mikilvæg hún er.“
Þórsarar eru með þunnskipaðan hóp en Daníel byrjaði að rúlla liðinu vel strax í fyrsta leikhluta.
„Það eru eymsli út um allt og maður er að reyna dreifi því á fleiri, fá fleiri eymsli í hópinn“
Hvað þarf að gerast svo þið tryggið ykkur oddaleik í einvíginu?
„Það væri ágætt ef við gætum haldið þeim í 60 stigum aftur. Við þurfum að byrja þetta varnarlega og fá sóknarleikinn okkar á heilum velli svolítið af stað og koma boltanum í flæði aðeins fyrr og við bara getum ekki spilað okkar leik ef við erum alltaf að taka innkast undir körfunni eftir sókn hjá Val. Við þurfum bara svolítið að herða tökin varnarlega.“
Valur náði smá áhlaupi í fyrsta leikhluta eftir öfluga byrjun Þórs en Daníel tók þá leikhlé og restin af leikhlutanum fór 13-3 fyrir Þór sem reyndist mikilvægt þegar uppi var staðið.
„Jú, bara til að minna stelpurnar á, ég líka tek leikhlé bara til að hvíla þær og minna á bara að sækja í eyðurnar og búa til eyður fyrir hvor aðra til að sækja í og svolítið leikhlé til áminninga bara“.