Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 19:02 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Vísir Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57