Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 14:40 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira