Leikurinn fór fram á velli Þróttar í Laugardal þar sem enn eru framkvæmdir í gangi á Laugardalsvelli. Anton Brink ljósmyndari var á staðnum fyrir Vísi. Hér að neðan má sjá myndir úr þessum gríðarlega kaflaskipta leik.






















Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Leikurinn fór fram á velli Þróttar í Laugardal þar sem enn eru framkvæmdir í gangi á Laugardalsvelli. Anton Brink ljósmyndari var á staðnum fyrir Vísi. Hér að neðan má sjá myndir úr þessum gríðarlega kaflaskipta leik.
Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar. Þrenna frá Karólínu Leu jafnaði leikinn eftir að stelpurnar okkur gáfu tvö mörk í upphafi beggja hálfleika og annað fremur ódýrt. Ísland spilaði svo manni fleiri síðustu tuttugu mínúturnar en tókst ekki að setja sigurmarkið.
„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss.
„Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll þrjú mörk íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þegar það gerði 3-3 jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni. Mörkin má sjá hér að neðan.