Fótbolti

Hittu misáhuga­sama Ís­lendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fót­bolta“

Sindri Sverrisson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu myndu eflaust ekki slá hendinni á móti 2-1 sigri gegn Sviss í dag, eins og vegfarendur tippuðu á.
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu myndu eflaust ekki slá hendinni á móti 2-1 sigri gegn Sviss í dag, eins og vegfarendur tippuðu á. Getty/Alex Nicodim

Yfir hundrað þúsund fylgjendur svissneska kvennalandsliðsins í fótbolta á Instagram fengu að sjá hvað Íslendingar í miðborg Reykjavíkur höfðu að segja fyrir stórleikinn á Þróttarvelli í kvöld.

Ísland og Sviss eru í afar jafnri baráttu, ásamt Noregi, um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar sem jafnframt gæti skipt sköpum í baráttunni um sæti á HM 2027 í Brasilíu.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í Sviss í febrúar og er það eina stig Sviss en Ísland er með tvö stig, Noregur fjögur og Frakkland níu, eftir þrjár umferðir af sex í riðlakeppninni.

Í aðdraganda leiksins í dag, sem hefst klukkan 16:45, fór samfélagsmiðlamaður svissneska liðsins á flakk um miðborg Reykjavíkur og spurði Íslendinga út í Sviss og leikinn. Myndbandið má sjá í Instagram-færslunni hér að neðan.

Fyrst áttu Íslendingarnir að giska á hvaða treyju væri verið að sýna þeim og sáu allir að um var að ræða svissnesku landsliðstreyjuna.

Tveir af fjórum viðmælendum virtust vita af leiknum í dag en ein hafði algjörlega engan áhuga. „Ég á selló. Ég fylgist ekki með fótbolta,“ sagði hún.

Íslendingarnir töluðu afar fallega um Sviss, sem verður einmitt gestgjafi EM kvenna í júlí, en bentu þó á að landið væri dýrt.

Aðspurð um úrslit spáðu tveir viðmælenda 2-1 sigri Íslands en ein vildi frekar senda skýr skilaboð til stelpnanna okkar:

„Ég hef ekki hugmynd. Ég vona bara að allir geri sitt besta og muni að þær eru fyrirmyndir fyrir margar, ungar stelpur. Ef þær gera það þá er ég ánægð.“


Tengdar fréttir

„Er alla­vega engin þreyta í mér“

„Við Alexandra (Jóhannsdóttir) vorum náttúrulega í banni svo ég er mjög fersk og líður vel. Það er allavega engin þreyta í mér,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir kímin er hún ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir leik Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna.

„Maður þarf að skora til að vinna leiki“

„Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×