Innlent

Krist­rún ein í fram­boði til for­manns

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kristrún tók við formannssætinu árið 2022 af Loga Einarssyni, sem þá hafði gegnt embættinu í sex ár.
Kristrún tók við formannssætinu árið 2022 af Loga Einarssyni, sem þá hafði gegnt embættinu í sex ár. Vísir/Anton Brink

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra gefur ein kost á sér til embættis formanns flokksins. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. 

Kristrún hefur gegnt embættinu frá því að hún var kjörin formaður á landsfundi flokksins í október 2022.  Frestur til framboðs rann út á miðnætti 4. apríl. 

„Ljóst er að Kristrún gengur til endurkjörs með öflugt umboð að baki – sem bæði formaður og forsætisráðherra,“ segir í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar

Landsfundur samfylkingarinnar fer fram 11. og 12. apríl í Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×