„Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 11:42 Friðrik Ólafsson er látinn, níræður að aldri. Friðrik Ólafsson, stórmeistari og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, er látinn, níræður að aldri. Formaður Skáksambands Íslands segir Friðrik hafa verið áhrifamesta skákmann Íslandssögunnar. Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar. Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Friðrik fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og því nýlega orðinn níræður þegar hann lést á líknardeild Landspítalans, fjórða apríl síðastliðinn. 1958 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari í skák og árin eftir átti hann eftir að vinna fjölda alþjóðlegra móta. Árið 1959 var hann einn af átta þátttakendum á áskorunarmót fyrir Heimsmeistaratitilinn en endaði þar sjöundi. Á ferlinum vann hann til að mynda Bobby Fischer tvisvar, Mikhail Tal tvisvar og Karpov einu sinni þegar hann var ríkjandi heimsmeistari. Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ferilinn í janúar á þessu ári. Lesa má viðtalið í fréttinni hér fyrir neðan. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands segir Friðrik þann merkasta í íslenskri skáksögu. „Hann var svo mikill frumkvöðull. Hann byrjar að tefla sem ungur strákur, og nær í þessu litla landi með erfiðar aðstæður til að ferðast að verða einn af tíu bestu í heiminum,“ segir Gunnar. „Ég held að heimsmeistaraeinvígið 1972 hefði ekki verið haldið hefði hann ekki verið þarna. Þótt að fleiri hafi auðvitað komið að því, þá bjó hann til þessa skákbylgju, hann bjó til þennan skákáhuga. Það er ekki víst að svona sterkir skákmenn hafi orðið til hérna á Íslandi ef hann hefði ekki rutt veginn.“ Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Árið 1978 varð hann sjötti forseti Alþjóðaskáksambandsins og hafði því einnig mikil áhrif á skákhreyfinguna í öllum heiminum. Friðrik var skrifstofustjóri Alþingis í rúm tuttugu ár og ritstýrði einnig lagasafni Íslands. „Honum var margt til lista lagt. Fyrir mér var þetta ótrúlegur einstaklingur og sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst,“ segir Gunnar.
Andlát Skák Tengdar fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56 Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30 Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01 Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Friðrik Ólafsson er látinn Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, er látinn níræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. apríl síðastliðinn. 7. apríl 2025 06:56
Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. 26. janúar 2015 08:30
Fischer og Friðrik heyja einvígi Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. 1. apríl 2005 00:01
Spassky og Friðrik tefla um helgina Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands. 9. febrúar 2006 17:06
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?