„Fjörutíu og tvö frábær tónlistaratriði tóku þátt í Músíktilraunum 2025. Mikil fjölbreytni var í stefnum og stílum atriðanna og aðsókn á bæði undan- og úrslitakvöld var með eindæmum góð,“ segir í tilkynningu frá Músiktilraunum.
Úrslitakvöld Músiktilrauna fór fram í Hörpu í kvöld þar sem tíu atriði kepptu til úrslita. Úrslit voru ákveðin annars vegar með dómnefnd og hins vegar símakosningu.
Fjöldi þátttakanda fékk glæsileg verðlaun á borð við hljóðverstíma, spilamennsku á tónlistarhátíðum, flug með Icelandair, og úttekt í hljóðfæraverslunum.
Öllum keppendum sem komust í úrslit er svo boðið í Hitakassan; námskeið sem haldið er af Hinu Húsinu, Tónlistarmiðstöð og Tónlistarborginni Reykjavík sem undirbýr fólk fyrir feril í tónlist.
Einstaklingsverðlaun sem veitt voru á Músiktilraunum 2025 eru eftirfarandi:
Söngvari Músíktilrauna
Þórhildur Helga Pálsdóttir, Geðbrigði
Gítarleikari Músíktilrauna
Ísleifur Jónsson, Sót
Bassaleikari Músíktilrauna
Aliza Kato í Nógu gott og Kyrsa
Hljómborðsleikari Músíktilrauna
Eyþór Alexander Hallsson í Big Bandi Eyþórs
Trommuleikari Músíktilrauna
Þorsteinn Jónsson í Big Bandi Eyþórs
Rafheili Músíktilrauna
Lucas Joshua Snædal Garrison í LucasJoshua
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku
Geðbrigði
Höfundaverðlaun FTT
j. bear & the cubs