Innlent

Dælu­bílarnir kallaðir út en hús­ráðandi náði að slökkva eldinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Dælubílarnir fóru af stað en var svo snúið við. Myndin er úr safni.
Dælubílarnir fóru af stað en var svo snúið við. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Mikið álag var síðasta sólarhringinn á sjúkrabílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu frá þeim á Facebook kemur fram að næturvaktin hafi farið í 53 sjúkraflutninga og dagvaktin í 34. „Þetta er svolítið sérstakt,“ segir í tilkynningunni á Facebook.

Þar kemur einnig fram að dælubílar hafi aðeins einu sinni verið kallaðir út. Þá var tilkynnt um eld í húsi í Gerðunum í Reykjavík. 

Bílar af öllum stöðvum hafi verið kallaðir út en þegar sá fyrsti kom á staðinn hafi komið í ljós að pottur hafði gleymst á eldavél og húsráðandi hafði náð að slökkva eldinn. Slökkvilið þurfti þó að aðstoða við að reykræsta íbúðina.


Tengdar fréttir

Kviknaði í gömlum bú­stað við Rauða­vatn

Gamall bústaður brann til ösku við Rauðavatn í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll þakið á bústaðnum. Ekki er vitað um orsök eldsins en enginn var í bústaðnum þegar slökkvilið bar að vettvangi og því engan sem sakaði. 

Beitti barefli í líkamsárás

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×