Landris hafið á ný Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 14:54 Landris er enn á ný hafið í Svartsengi. Vísir/Vilhelm GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira