Landris hafið á ný Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 14:54 Landris er enn á ný hafið í Svartsengi. Vísir/Vilhelm GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að líklegast sé það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það sé vegna þess að þegar kvikugangar myndast þrýsti þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða. Að svo stöddu sé því erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þurfi að bíða í allt að viku til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi. Aflögunarmælingar sýni einnig að enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervitunglamyndir sem sýna breytingar á milli 2. og 3. apríl klukkan 16 staðfesti hreyfingar á þessu svæði. Sömu gögn sýni einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur. Yfir 100 skjálftar á klukkustund Jarðskjálftavirkni yfir norðurhluta kvikugangsins fari áfram minnkandi en enn mælist þó smáskjálftar á svæðinu. Síðastliðna nótt og í morgun hafi um það bil 20 til 30 skjálftar mælst á klukkustund, flestir undir einum að stærð, þegar virknin var mest hafi yfir 100 skjálftar mælst á klukkustund. Skjálftarnir dreifist flestir á svæðið frá Stóra-Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálftanna mælist að mestu leyti á bilinu 4 til 6 kílómetrar og það hafi haldist stöðugt síðustu daga. Langstærstur hluti kvikunnar sem fór úr Svartsengi liggi í kvikuganginum sem myndaðist þann 1. apríl og sums staðar á um 1,5 km dýpi, samkvæmt líkanreikningum. Enn mælist aflögun vegna kvikugangsins og smáskjálftavirkni í norðurhluta hans sé áfram óvenjulega mikil, þrátt fyrir að hún hafi farið minnkandi. Í ljósi þessa sé áfram nokkur óvissa um þróun næstu daga og ekki enn hægt að útiloka kvikuhreyfingar í ganginum. Óbreytt hættumat Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Hættumatið gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 8. apríl. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira